Styrkja á sáttaferlið í forræðisdeilum 11. maí 2011 03:00 Barnalög Breytingar á barnalögum eiga að styðja réttarstöðu barna. Nordicphotos/getty Í frumvarpi um breytingar á barnalögum sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær er lögð áhersla á að styrkja sáttaferlið í þeim tilvikum sem foreldrar geta ekki komið sér saman um forræði. Ekki á að heimila dómurum að skera úr um sameiginlega forsjá með dómi, að því er Ögmundur greinir frá. „Sú leið var í frumvarpinu þegar það kom inn á mitt borð síðastliðið haust. Ég tók þá leið út með hliðsjón af því sem ég tel vera slæma reynslu annars staðar á Norðurlöndum hvað þetta snertir. Þar eru uppi ýmsar efasemdaraddir um ágæti þess fyrirkomulags. Danir eru til dæmis að leggja lokahönd á mikla úttekt um það mál.“ Ráðherrann segir það hafa sýnt sig að dómskerfið sé ekki alltaf í takt við veruleikann. „Markmiðið sem við stefnum að er að tryggja rétt barnsins við foreldra sína og að sú umgengni verði í eins mikilli fjölskyldusátt og hægt er.“ Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á þingfundi í gær að þrátt fyrir aukna áherslu á sáttaleið myndu forræðismál engu að síður fara fyrir dómstóla. Hann benti á að rökstuðningurinn fyrir heimild dómara til að úrskurða sameiginlega forsjá væri ágætur í frumvarpinu. „Það er þess vegna undrunarefni að ráðherra taki heimildina út.“ Innanríkisráðherra vísaði í rannsóknir annars staðar á Norðurlöndum og vaxandi efasemdir um að reynslan þar væri góð. Guðmundur kallaði þá eftir rannsókn á reynslu af þessum málum á Íslandi. Ögmundur segir frumvarpið fela í sér grundvallaruppstokkun og endurmat á barnalögum. „Það byggir á vinnu sem hefur staðið sleitulaust frá haustinu 2008. Það má segja að grundvallarstefið í þessu frumvarpi sé að skoða allt umhverfið frá sjónarhóli barnsins og markmiðið er að styðja réttarstöðu barns í hvívetna enda er vísað í samþykktir Sameinuðu þjóðanna um þau efni.“ Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var fullgiltur á Íslandi árið 1992. Hann hefur ekki verið lögfestur en Alþingi samþykkti árið 2009 þingsályktunartillögu þess efnis. ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Sjá meira
Í frumvarpi um breytingar á barnalögum sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær er lögð áhersla á að styrkja sáttaferlið í þeim tilvikum sem foreldrar geta ekki komið sér saman um forræði. Ekki á að heimila dómurum að skera úr um sameiginlega forsjá með dómi, að því er Ögmundur greinir frá. „Sú leið var í frumvarpinu þegar það kom inn á mitt borð síðastliðið haust. Ég tók þá leið út með hliðsjón af því sem ég tel vera slæma reynslu annars staðar á Norðurlöndum hvað þetta snertir. Þar eru uppi ýmsar efasemdaraddir um ágæti þess fyrirkomulags. Danir eru til dæmis að leggja lokahönd á mikla úttekt um það mál.“ Ráðherrann segir það hafa sýnt sig að dómskerfið sé ekki alltaf í takt við veruleikann. „Markmiðið sem við stefnum að er að tryggja rétt barnsins við foreldra sína og að sú umgengni verði í eins mikilli fjölskyldusátt og hægt er.“ Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á þingfundi í gær að þrátt fyrir aukna áherslu á sáttaleið myndu forræðismál engu að síður fara fyrir dómstóla. Hann benti á að rökstuðningurinn fyrir heimild dómara til að úrskurða sameiginlega forsjá væri ágætur í frumvarpinu. „Það er þess vegna undrunarefni að ráðherra taki heimildina út.“ Innanríkisráðherra vísaði í rannsóknir annars staðar á Norðurlöndum og vaxandi efasemdir um að reynslan þar væri góð. Guðmundur kallaði þá eftir rannsókn á reynslu af þessum málum á Íslandi. Ögmundur segir frumvarpið fela í sér grundvallaruppstokkun og endurmat á barnalögum. „Það byggir á vinnu sem hefur staðið sleitulaust frá haustinu 2008. Það má segja að grundvallarstefið í þessu frumvarpi sé að skoða allt umhverfið frá sjónarhóli barnsins og markmiðið er að styðja réttarstöðu barns í hvívetna enda er vísað í samþykktir Sameinuðu þjóðanna um þau efni.“ Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var fullgiltur á Íslandi árið 1992. Hann hefur ekki verið lögfestur en Alþingi samþykkti árið 2009 þingsályktunartillögu þess efnis. ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Sjá meira