Menning

Óperukór í Hafnarborg

Elín Ósk Óskarsdóttir Óperukór Hafnarfjörður
Elín Ósk Óskarsdóttir Óperukór Hafnarfjörður
Óperukór Hafnarfjarðar heldur sína árlegu vortónleika í Hafnarborg í kvöld klukkan 20. Sungin verða nokkur kórverk úr heimi óperubókmenntanna með einsöngvurum sem allir koma úr röðum kórfélaga. Einnig verða fluttir sviðsettir kaflar úr óperettunni Leðurblökunni eftir Jóhann Strauss undir leikstjórn Ingunnar Jensdóttur, sem einnig syngur með kórnum.

Stjórnandi Óperukórs Hafnarfjarðar er Elín Ósk Óskarsdóttir, sem á 25 ára söngafmæli í ár og heldur upp á það með tónleikum í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×