Innlent

Frægasti hjólabrettamaður heims á Íslandi

Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins í gær ásamt fjölskyldu sinni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hawk er í fríi á landinu og stoppar stutt, þar sem hann sýnir listir sínar í Svíþjóð á laugardaginn.

Tony Hawk er 42 ára gamall og frægasti hjólabrettakappi heims. Hann hefur unnið til fjölmargra verðlauna í íþróttinni ásamt því að hafa verið gerður ódauðlegur í tölvuleiknum Tony Hawk's Skateboarding sem hefur kom fyrst út árið 1999 og óslitið til ársins 2010.

Tony Hawk virðist ætla að koma sér í samband við íslenska hjólabrettamenn miðað við færslu sem hann birti á Twitter-síðu sinni í síðustu viku. Þar kallaði hann eftir upplýsingum um aðstæður til hjólabrettaiðkunnar á Íslandi og sagðist vera að leita að upplýsingum um íslenska hjólabrettamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×