Innlent

Áfellisdómur yfir stjórnsýslunni

Ríkisendurskoðun fellir áfellisdóm yfir stjórnsýslu umhverfisyfirvalda vegna sorpbrennslna hér á landi og telur að Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið hafi brugðist eftirlitsskyldum sínum. Ríkisendurskoðun birti í gær stjórnsýsluúttekt sína vegna sorpbrennslna. Tilefnið var Funamálið svokallaða.

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir skýrsluna áfellisdóm og sofandaháttur yfirvalda einkenni málið allt.

„Umhverfisyfirvöld gerðu ekki það sem þeim bar að gera.“

Bæði ráðuneytið og Umhverfisstofnun fagna úttektinni og hafa sett fram fjölmargar hugmyndir um bætt vinnubrögð.

Sveinn túlkar viðbrögð Umhverfisstofnunar og umhverfisráðuneytisins sem viðurkenningu á því að yfirvöld hafi brugðist. „Hins vegar hafa yfirvöld tekið verulega við sér eftir að þessi mengunarmál urðu umtalsefni og bætt verulega sín vinnubrögð,“ segir Sveinn.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×