Erlent

Bandaríkin sýna áhuga

Hillary Clinton.
Hillary Clinton.
Bandaríkin sýna starfi Norðurskautsráðsins óvenju mikinn áhuga núna, þegar Hillary Clinton utanríkisráðherra og Ken Salazar innanríkisráðherra mæta til Grænlands á fund ráðsins í dag.

Ráðherrarnir undirrita þar samkomulag um skipulag björgunarstarfa á Norður-Íshafi ásamt ráðherrum hinna aðildarríkja ráðsins, sem eru Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Danmörk, Kanada og Rússland.

Þetta er fyrsti samningur aðildarríkja ráðsins sem hefur lagalegt gildi í ríkjunum. Hann þykir ótvírætt merki þess að gildi norðurslóða vaxi nú ört. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×