Innlent

Stendur til að gera úttekt á Schengen

Þingsályktunartillaga liggur nú fyrir Alþingi um að gerð verði úttekt á Schengen-samstarfinu. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á samstarfinu af Íslands hálfu að svo stöddu en Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra styður tillöguna um að gerð verði úttekt.

„Við horfum til umræðunnar í Noregi og víðar þar sem menn hafa áhyggjur af því að Schengen takmarki rétt okkar til að fylgjast með fólki sem hefur misjafnt mjöl í pokahorninu.“ Ögmundur segist hafa áhyggjur af Schengen-samstarfinu, því þrátt fyrir ýmsa kosti Schengen í samvinnu lögreglu og dómsyfirvalda til að fylgjast með skipulagðri glæpastarfsemi þá hafi það líka mikla ókosti og takmarki möguleika á að fylgjast með ferðum til landsins og stöðva endurkomu dæmdra glæpamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×