Fréttaskýring: Deila um Schengen 12. maí 2011 09:15 José Manuel Barroso Innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag til að ræða tillögu framkvæmdastjórnar sambandsins um breytingar á Schengen-samkomulaginu. Þær verða svo afgreiddar á fundi leiðtogaráðs sambandsins í júlí. Ágreiningur er milli aðildarríkja Schengen um nýjar heimildir einstakra landa til að taka upp tímabundið landamæraeftirlit, sem Frakkar og Ítalir leggja mikla áherslu á vegna flóttamannastraums frá Norður- Afríku. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ber reyndar til baka fullyrðingar um að breytingarnar séu gerðar eingöngu til þess að bregðast við nýtilkomnum vanda Frakka og Ítala vegna flóttamanna frá Norður-Afríku. Hann segir þetta allt saman hafa verið í undirbúningi síðan á síðasta ári, að því er fram kemur á fréttasíðunni Euractiv.com.Hann gagnrýnir hins vegar Frakka fyrir að fara í kringum núgildandi reglur og hafa í reynd tekið einhliða upp landamæragæslu. Við þessu þurfi að bregðast með því að styrkja sameiginlegu reglurnar. „Ef við styrkjum ekki núverandi reglur munu aðildarríkin halda áfram að grípa til eigin ráðstafana," er haft eftir honum á Euractiv. Fyrir utan víðtækari heimildir til að taka upp vegabréfaeftirlit er gert ráð fyrir að loksins verði lokið við að móta sameiginlega stefnu í málefnum hælisleitenda. Ríkin við norðanvert Miðjarðarhafið, svo sem Grikkland, Spánn og Ítalía, hafa lengi kvartað yfir því að Schengen-kerfið láti þau sitja ein uppi með þann vanda að þurfa að leysa úr málum flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Hundruð þúsunda manna hafa flúið frá Líbíu vegna átakanna þar síðustu mánuði, flest til nágrannalandanna, einkum Túnis og Egyptalands, en tugir þúsunda hafa farið yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu og hundruð þeirra farist á leiðinni. Stór hluti þeirra sem hafa farið til Ítalíu hefur reynt að komast áfram til Frakklands, enda eiga margir þeirra ættingja þar. Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar vísað mörgum til baka til Ítalíu.Upp úr þessu sprettur ágreiningur Ítala og Frakka, sem ýtti undir sameiginlega tillögu þeirra um að breytingum á Schengen-samstarfinu yrði nú hraðað. Þá hefur danska stjórnin ákveðið að hefja reglulegt eftirlit á landamærastöðvum til að hindra för glæpamanna og ólöglegra innflytjenda. Allt verður það innan ramma Schengen-kerfisins, enda verður eftirlitið byggt á handahófskenndum athugunum á ferðafólki. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag til að ræða tillögu framkvæmdastjórnar sambandsins um breytingar á Schengen-samkomulaginu. Þær verða svo afgreiddar á fundi leiðtogaráðs sambandsins í júlí. Ágreiningur er milli aðildarríkja Schengen um nýjar heimildir einstakra landa til að taka upp tímabundið landamæraeftirlit, sem Frakkar og Ítalir leggja mikla áherslu á vegna flóttamannastraums frá Norður- Afríku. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ber reyndar til baka fullyrðingar um að breytingarnar séu gerðar eingöngu til þess að bregðast við nýtilkomnum vanda Frakka og Ítala vegna flóttamanna frá Norður-Afríku. Hann segir þetta allt saman hafa verið í undirbúningi síðan á síðasta ári, að því er fram kemur á fréttasíðunni Euractiv.com.Hann gagnrýnir hins vegar Frakka fyrir að fara í kringum núgildandi reglur og hafa í reynd tekið einhliða upp landamæragæslu. Við þessu þurfi að bregðast með því að styrkja sameiginlegu reglurnar. „Ef við styrkjum ekki núverandi reglur munu aðildarríkin halda áfram að grípa til eigin ráðstafana," er haft eftir honum á Euractiv. Fyrir utan víðtækari heimildir til að taka upp vegabréfaeftirlit er gert ráð fyrir að loksins verði lokið við að móta sameiginlega stefnu í málefnum hælisleitenda. Ríkin við norðanvert Miðjarðarhafið, svo sem Grikkland, Spánn og Ítalía, hafa lengi kvartað yfir því að Schengen-kerfið láti þau sitja ein uppi með þann vanda að þurfa að leysa úr málum flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Hundruð þúsunda manna hafa flúið frá Líbíu vegna átakanna þar síðustu mánuði, flest til nágrannalandanna, einkum Túnis og Egyptalands, en tugir þúsunda hafa farið yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu og hundruð þeirra farist á leiðinni. Stór hluti þeirra sem hafa farið til Ítalíu hefur reynt að komast áfram til Frakklands, enda eiga margir þeirra ættingja þar. Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar vísað mörgum til baka til Ítalíu.Upp úr þessu sprettur ágreiningur Ítala og Frakka, sem ýtti undir sameiginlega tillögu þeirra um að breytingum á Schengen-samstarfinu yrði nú hraðað. Þá hefur danska stjórnin ákveðið að hefja reglulegt eftirlit á landamærastöðvum til að hindra för glæpamanna og ólöglegra innflytjenda. Allt verður það innan ramma Schengen-kerfisins, enda verður eftirlitið byggt á handahófskenndum athugunum á ferðafólki. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira