Skógrækt eða náttúruvernd Snorri Baldursson skrifar 12. maí 2011 05:00 Helgi Gíslason skrifar grein í Fréttablaðið þann 7. apríl sl. þar sem hann leggur út af fyrri grein minni í sama blaði, 22. febrúar sl. Þar lýsti ég þeirri eindregnu skoðun að skógræktarstarf landsmanna, eins og það er nú stundað með miklum ríkisstyrkjum en litlu regluverki, væri gengið út í öfgar. Hertar reglur um innflutning og dreifingu framandi tegunda, þar með talið trjátegunda, eins og boðaðar eru í frumvarpi að nýjum náttúruverndarlögum væru því fagnaðarefni en ekki tilefni hótana. Þetta hefur lengi verið einlæg skoðun mín og kemur núverandi og fyrrverandi störfum ekkert við (sjá t.d. grein mína í Mbl 28. október 2001). Náttúruverndarlögum, eins og nafnið bendir til, er ætlað að vernda náttúru landsins og „tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt“, eins og segir í 1. grein laganna. Skógrækt með stórvöxnum erlendum tegundum tryggir ekki þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum heldur breytir henni á afgerandi hátt; tryggir þróun náttúrunnar eftir forskrift skógræktarmanna. Skógrækt af því tagi er þess vegna ekki náttúruvernd heldur afbrigði landbúnaðar og getur átt fullan rétt á sér sem slík ef hún er framkvæmd af fyrirhyggju og umhyggju fyrir landinu. Endurheimt birkiskóga með friðun lands eða öðrum hóflegum inngripum mannsins er hins vegar náttúruvernd því hún er í takt við eðlilega þróun íslenskrar náttúru. Semsagt skógrækt getur verið náttúruvernd en er það ekki alltaf og alls ekki þegar menn eru að rækta blandskóga eða hreina barrskóga í íslenskum úthaga. Þetta þurfa menn að hafa á hreinu því um þetta snýst ágreiningurinn. Þarna þarf að greina algerlega á milli til að vitræn umræða um ríkisstyrkta skógrækt geti farið fram. Það er því ótækt að talsmenn skógræktar feli sig á bak við náttúruvernd þegar þeir eru í raun að tala fyrir hreinni jarðrækt. Blandskógrækt með fjölda erlendra tegunda á ekkert skylt við endurheimt horfinna gróðurlenda landsins. Það líka ótækt að talsmenn skógræktar, sem hafa mikil ítök meðal almennings, skuli ítrekað snúa Samningnum um líffræðilega fjölbreytni upp í andhverfu sína. Það er ekkert í þeim samningi sem heitir „líffræðileg fábreytni“ og samningurinn mælir fortakslaust gegn því að notaðar séu framandi tegundir til að endurheimta spillt vistkerfi. Skógræktin hefur vissulega stuðlað að friðun birkiskóga, en oftar en ekki var upprunalegi tilgangurinn sá að gróðursetja í þá stórvaxnari tegundir. Þetta sjáum við á Þingvöllum, í Vaglaskógi, Hallormsstaðaskógi og víðar. Skaftafelli og Þórsmörk var hins vegar „bjargað frá“ Skógræktinni. Talsmenn ríkisstyrktrar skógræktar segja að þeir gróðursetji ekki lengur barrtré í birkiskóga landsins. Hvernig væri þá að taka skrefið til fulls og greina algerlega á milli skógræktar með innfluttum tegundum til viðarframleiðslu, á takmörkuðum landbúnaðarsvæðum, og skóggræðslu með innlendum tegundum í þágu náttúruverndar utan ræktarlanda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Helgi Gíslason skrifar grein í Fréttablaðið þann 7. apríl sl. þar sem hann leggur út af fyrri grein minni í sama blaði, 22. febrúar sl. Þar lýsti ég þeirri eindregnu skoðun að skógræktarstarf landsmanna, eins og það er nú stundað með miklum ríkisstyrkjum en litlu regluverki, væri gengið út í öfgar. Hertar reglur um innflutning og dreifingu framandi tegunda, þar með talið trjátegunda, eins og boðaðar eru í frumvarpi að nýjum náttúruverndarlögum væru því fagnaðarefni en ekki tilefni hótana. Þetta hefur lengi verið einlæg skoðun mín og kemur núverandi og fyrrverandi störfum ekkert við (sjá t.d. grein mína í Mbl 28. október 2001). Náttúruverndarlögum, eins og nafnið bendir til, er ætlað að vernda náttúru landsins og „tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt“, eins og segir í 1. grein laganna. Skógrækt með stórvöxnum erlendum tegundum tryggir ekki þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum heldur breytir henni á afgerandi hátt; tryggir þróun náttúrunnar eftir forskrift skógræktarmanna. Skógrækt af því tagi er þess vegna ekki náttúruvernd heldur afbrigði landbúnaðar og getur átt fullan rétt á sér sem slík ef hún er framkvæmd af fyrirhyggju og umhyggju fyrir landinu. Endurheimt birkiskóga með friðun lands eða öðrum hóflegum inngripum mannsins er hins vegar náttúruvernd því hún er í takt við eðlilega þróun íslenskrar náttúru. Semsagt skógrækt getur verið náttúruvernd en er það ekki alltaf og alls ekki þegar menn eru að rækta blandskóga eða hreina barrskóga í íslenskum úthaga. Þetta þurfa menn að hafa á hreinu því um þetta snýst ágreiningurinn. Þarna þarf að greina algerlega á milli til að vitræn umræða um ríkisstyrkta skógrækt geti farið fram. Það er því ótækt að talsmenn skógræktar feli sig á bak við náttúruvernd þegar þeir eru í raun að tala fyrir hreinni jarðrækt. Blandskógrækt með fjölda erlendra tegunda á ekkert skylt við endurheimt horfinna gróðurlenda landsins. Það líka ótækt að talsmenn skógræktar, sem hafa mikil ítök meðal almennings, skuli ítrekað snúa Samningnum um líffræðilega fjölbreytni upp í andhverfu sína. Það er ekkert í þeim samningi sem heitir „líffræðileg fábreytni“ og samningurinn mælir fortakslaust gegn því að notaðar séu framandi tegundir til að endurheimta spillt vistkerfi. Skógræktin hefur vissulega stuðlað að friðun birkiskóga, en oftar en ekki var upprunalegi tilgangurinn sá að gróðursetja í þá stórvaxnari tegundir. Þetta sjáum við á Þingvöllum, í Vaglaskógi, Hallormsstaðaskógi og víðar. Skaftafelli og Þórsmörk var hins vegar „bjargað frá“ Skógræktinni. Talsmenn ríkisstyrktrar skógræktar segja að þeir gróðursetji ekki lengur barrtré í birkiskóga landsins. Hvernig væri þá að taka skrefið til fulls og greina algerlega á milli skógræktar með innfluttum tegundum til viðarframleiðslu, á takmörkuðum landbúnaðarsvæðum, og skóggræðslu með innlendum tegundum í þágu náttúruverndar utan ræktarlanda?
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun