Erlent

Svæfðir fyrir tannlæknatíma

Fleiri svæfðir Danir sækjast í síauknum mæli eftir því að vera svæfðir fyrir tannlæknatíma. Fréttablaðið/Vilhelm
Fleiri svæfðir Danir sækjast í síauknum mæli eftir því að vera svæfðir fyrir tannlæknatíma. Fréttablaðið/Vilhelm
Mikil aukning hefur verið á því að þeir sem leita til tannlæknis í Danmörku biðji um að vera svæfðir.

Margir tannlæknar þar í landi auglýsa sérstaklega að boðið sé upp á svæfingu og eru það helst fólk sem þjáist af ótta við tannlækna sem sækir í slíkt, að því er segir í blaðinu 24timer. 20 svæfingalæknar fara á milli tannlæknastofa í þessum tilgangi.

Ekki eru allir tannlæknar þó sannfærðir um ágæti þess að svæfa sjúklinga og talsmaður lýðheilsustofnunar þar í landi segir að svæfing eigi að vera lokaúrræði í þessum málum. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×