Erlent

Ekkert gagn að pyntingum

John McCain
John McCain
John McCain, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir ekkert hæft í fullyrðingum um að pyntingar á grunuðum hryðjuverkamönnum hafi gegnt lykilhlutverki í því að afla upplýsinga sem leiddu til þess að Osama bin Laden fannst og var síðan ráðinn af dögum.

McCain segist hafa fengið staðfestingar á þessu hjá Leon Panetta, yfirmanni leyniþjónustunnar CIA, sem stangist á við fullyrðingar Michaels Mukasey, fyrrverandi dómsmálaráðherra í stjórn George W. Bush, um gagnsemi pyntinga.

McCain er sjálfur fyrrverandi stríðsfangi frá Víetnam og mátti þá sæta pyntingum. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×