Innlent

Pössuð eins og aðrar ömmur

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ekki vita til þess að öryggi Söruh, ömmu Baracks Obama Bandaríkjaforseta, hafi verið sérstaklega ógnað hér á landi, spurður hvort íslensk yfirvöld muni tryggja öryggi hennar í væntanlegri heimsókn á næstu dögum.

„Það verður eflaust passað upp á hana eins og allar aðrar ömmur. Ég vona það," segir hann.

Öryggisgæsla í kringum Söruh, sem er búsett í Keníu, hefur verið hert til muna eftir að hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden var drepinn af bandarískum hersveitum í byrjun mánaðarins.

Samkvæmt upplýsingum frá Paul Ramses, sem bauð Söruh til landsins til að kynna góðgerðarstarfsemi, verða lífverðir með henni í för. Spurður um innlenda gæslu segir hann:

„Ég fór og lét lögregluna vita en þar var mér vísað á Útlendingastofnun. Ég veit ekki af hverju."- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×