Ætlaði að slíta sambandinu 14. maí 2011 05:00 Leiddur fyrir dómara Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði manninn í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær.Fréttablaðið/valli Lögregla telur sig hafa fundið staðinn þar sem ungur maður banaði barnsmóður sinni á fimmtudag. Vettvangurinn er í Heiðmörk og var rannsakaður af lögreglu í gær. Fullnaðarniðurstaða liggur ekki fyrir úr rannsókn á banameini konunnar, sem var fædd árið 1990, en vísbendingar eru um að hún hafi verið kyrkt, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tveggja ára sonur parsins var í bílnum þegar móðurinni var banað. Eftir verknaðinn kom maðurinn líkinu fyrir í skotti bílsins og ók því næst með drenginn heim til foreldra sinna áður en hann hélt á Landspítalann í Fossvogi og vísaði starfsfólki þar á líkið. Lögregla kom umsvifalaust á spítalann, handtók manninn og færði hann til yfirheyrslu. Hann hefur játað verknaðinn. Fram kom í gær að fólkið hefði verið í sambúð en að stúlkan hefði ætlað að slíta sambandinu og flytjast út á land með son þeirra. Maðurinn hafi brugðist við með fyrrgreindum afleðingum í ökuferð þeirra í Heiðmörk. Talið er að átökin hafi byrjað inni í bílnum en færst svo út úr honum. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í gær þar sem farið var fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari féllst á kröfuna. Maðurinn mun jafnframt gangast undir geðrannsókn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á hann við geðræn vandamál að stríða og hefur verið undir læknishendi. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að vegna veikindanna er óvíst hvort maðurinn sé sakhæfur. Rannsókn lögreglu er vel á veg komin. - jss, sh Fréttir Tengdar fréttir Var með barnið í bílnum Maðurinn sem játaði í gær að hafa orðið barnsmóður sinni að bana var, eftir því sem næst verður komist, með barn þeirra í bílnum þegar hann framdi voðaverkið. Heimildir fréttastofu herma að áður en hann fór með lík konunnar á Landspítala í Fossvogi í gærkvöldi, hafi hann farið með barnið heim til foreldra sinna. 13. maí 2011 13:59 Játar að hafa banað barnsmóður sinni Ungur maður játaði fyrir lögreglu í gærkvöldi að hafa orðið barnsmóður sinni að bana. Hann hafði komið akandi að Landspítalanum í Fossvogi á áttunda tímanum með lík hennar í skotti bíls síns. 13. maí 2011 00:01 Fundu lík í farangursgeymslu bifreiðar í Fossvoginum - einn handtekinn Lík fannst í farangursgeymslu bíls við Landspítalann í Fossvogi. Maður kom akandi í bíl að spítalanum og fannst líkið í kjölfarið. 12. maí 2011 20:12 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Lögregla telur sig hafa fundið staðinn þar sem ungur maður banaði barnsmóður sinni á fimmtudag. Vettvangurinn er í Heiðmörk og var rannsakaður af lögreglu í gær. Fullnaðarniðurstaða liggur ekki fyrir úr rannsókn á banameini konunnar, sem var fædd árið 1990, en vísbendingar eru um að hún hafi verið kyrkt, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tveggja ára sonur parsins var í bílnum þegar móðurinni var banað. Eftir verknaðinn kom maðurinn líkinu fyrir í skotti bílsins og ók því næst með drenginn heim til foreldra sinna áður en hann hélt á Landspítalann í Fossvogi og vísaði starfsfólki þar á líkið. Lögregla kom umsvifalaust á spítalann, handtók manninn og færði hann til yfirheyrslu. Hann hefur játað verknaðinn. Fram kom í gær að fólkið hefði verið í sambúð en að stúlkan hefði ætlað að slíta sambandinu og flytjast út á land með son þeirra. Maðurinn hafi brugðist við með fyrrgreindum afleðingum í ökuferð þeirra í Heiðmörk. Talið er að átökin hafi byrjað inni í bílnum en færst svo út úr honum. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í gær þar sem farið var fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari féllst á kröfuna. Maðurinn mun jafnframt gangast undir geðrannsókn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á hann við geðræn vandamál að stríða og hefur verið undir læknishendi. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að vegna veikindanna er óvíst hvort maðurinn sé sakhæfur. Rannsókn lögreglu er vel á veg komin. - jss, sh
Fréttir Tengdar fréttir Var með barnið í bílnum Maðurinn sem játaði í gær að hafa orðið barnsmóður sinni að bana var, eftir því sem næst verður komist, með barn þeirra í bílnum þegar hann framdi voðaverkið. Heimildir fréttastofu herma að áður en hann fór með lík konunnar á Landspítala í Fossvogi í gærkvöldi, hafi hann farið með barnið heim til foreldra sinna. 13. maí 2011 13:59 Játar að hafa banað barnsmóður sinni Ungur maður játaði fyrir lögreglu í gærkvöldi að hafa orðið barnsmóður sinni að bana. Hann hafði komið akandi að Landspítalanum í Fossvogi á áttunda tímanum með lík hennar í skotti bíls síns. 13. maí 2011 00:01 Fundu lík í farangursgeymslu bifreiðar í Fossvoginum - einn handtekinn Lík fannst í farangursgeymslu bíls við Landspítalann í Fossvogi. Maður kom akandi í bíl að spítalanum og fannst líkið í kjölfarið. 12. maí 2011 20:12 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Var með barnið í bílnum Maðurinn sem játaði í gær að hafa orðið barnsmóður sinni að bana var, eftir því sem næst verður komist, með barn þeirra í bílnum þegar hann framdi voðaverkið. Heimildir fréttastofu herma að áður en hann fór með lík konunnar á Landspítala í Fossvogi í gærkvöldi, hafi hann farið með barnið heim til foreldra sinna. 13. maí 2011 13:59
Játar að hafa banað barnsmóður sinni Ungur maður játaði fyrir lögreglu í gærkvöldi að hafa orðið barnsmóður sinni að bana. Hann hafði komið akandi að Landspítalanum í Fossvogi á áttunda tímanum með lík hennar í skotti bíls síns. 13. maí 2011 00:01
Fundu lík í farangursgeymslu bifreiðar í Fossvoginum - einn handtekinn Lík fannst í farangursgeymslu bíls við Landspítalann í Fossvogi. Maður kom akandi í bíl að spítalanum og fannst líkið í kjölfarið. 12. maí 2011 20:12