Innlent

Við munum ekki líða neina vitleysu

Páll E. Winkel
Páll E. Winkel
„Við munum ekki líða neina vitleysu,“ segir Páll E. Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um viðbrögð fangelsismálayfirvalda við því að vista nú tvo menn úr íslenska vélhjólagenginu Black Pistons í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni.

„Við erum með öfluga sérsveit sem hefur verið efld, og eigum mjög gott samstarf við lögreglu,“ segir Páll enn fremur. „Það verða engin merki glæpasamtaka heimiluð í fangelsum ríkisins.“

Hann segir nú nýjan veruleika blasa við sem lögregla hafi bent á um nokkurn tíma og fangelsismálayfirvöld undirbúi sig eins vel og þau geti.

„Við verðum svo klár í allt þegar við flytjum í nýttt fangelsi þar sem möguleiki verður á að skipta niður í margar litlar deildir. Þá verðum við vel í stakk búin til að taka við meðlimum í mótorhjólagengjum sem gerst hafa brotlegir við lög sem og öðrum brotamönnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×