Árið sem ógeðið byrjaði Sveinn Rúnar Hauksson og Anna Pála Sverrisdóttir skrifar 14. maí 2011 07:00 Palestína Sveinn Rúnar Hauksson Anna Pála Sverrisdóttir höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Ógeðið heitir Nakba á arabísku og þýðir því sem næst katastrófan, stóra áfallið eða hörmungarnar. Árið var 1948 og það ár var Ísraelsríki stofnað þann 14. maí. Vel vopnuðum hópum innfluttra gyðinga tókst með hryðjuverkum að hrekja stóran hluta palestínsku íbúanna burt frá sínu heimalandi, ekki færri en 700 þúsund manns. Nakba táknar líka hernámið sem staðið hefur í 63 ár, og það felur í sér margt ógeðið. Ekkert hernám einnar þjóðar á annarri í samtímasögunni hefur staðið eins lengi. Samt bendir ekkert til að leiðtogar Ísraels láti sér detta í hug af alvöru að skila herteknu landi, hvað þá hleypa fimm milljónum flóttamanna aftur heim. Síðastliðin 20 ár hefur viss friðarviðleitni verið í gangi, að minnsta kosti í orði, og er það Bandaríkjastjórn sem hefur haft frumkvæðið. Þessi viðleitni hefur þó ekki fært Ísrael og Palestínu nær réttlátri lausn. Þvert á móti hefur hernámið látlaust sótt á með aukinni landtöku frá Palestínumönnum, byggingu aðskilnaðarmúrs, skipulagðra morða á forystumönnum og stórfelldum stríðsaðgerðum gegn íbúum á Gaza. Ísrael hefur tekist með aðstoð Bandaríkjanna að snúa öðrum ríkjum gegn palestínsku þjóðinni og sjálfsákvörðunarrétti hennar. Þannig var þjóðinni sem heild og sérstaklega íbúum Gaza-svæðisins refsað fyrir að kjósa yfir sig Hamas-samtökin. Hjá leiðtogum Evrópuríkja jafnt og í Bandaríkjunum hefur ísraelski áróðurinn um Hamas endurómað. Þar er þráfaldlega staglast á því að Hamas vilji ekki viðurkenna Ísrael, enda þótt stefna Hamas allt frá árinu 2003 hafi verið friðsamleg sambúð við Ísrael innan landamæranna frá 1967. Ísland þarf af rífa sig út úr þessu samkvæmi og virða í verki sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar. Síðustu ár höfum við tekið mikilvæg skref í þá átt en betur má ef duga skal. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða, frjálsa og fullvalda Palestínu. Utanríkisráðherra okkar á enn eftir að fara í mikilvæga ferð til Gaza og hitta stjórnvöld þar að máli, leiðtoga Hamas, Fatah og annarra stjórnmálasamtaka. Þetta er í samræmi við stefnu Alþingis og með slíkri ferð leggur utanríkisráðherrann af mörkum til þess lífsnauðsynlega sáttaferlis sem nýlega er hafið hjá Palestínumönnum. Án sátta og sameinaðrar forystu útávið geta Palestínumenn ekki mætt til raunverulegra friðarviðræðna. Allt frá fyrstu dögum Nakba hefur hernámið og landránið vaxið stöðugt og ekkert bent til að Ísraelsríki ætlaði að beygja af þeirri braut. Engu að síður hefur friðarviljinn lifað af meðal Palestínumanna og stjórnmálasamtaka þeirra. Öll eru þau reiðubúin til að sætta sig við þá sögulegu eftirgjöf að Ísrael haldi nærri fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu og ríki þeirra verði á þeim 22 % sem eru Gaza, Vesturbakkinn og Austur-Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Palestína Sveinn Rúnar Hauksson Anna Pála Sverrisdóttir höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Ógeðið heitir Nakba á arabísku og þýðir því sem næst katastrófan, stóra áfallið eða hörmungarnar. Árið var 1948 og það ár var Ísraelsríki stofnað þann 14. maí. Vel vopnuðum hópum innfluttra gyðinga tókst með hryðjuverkum að hrekja stóran hluta palestínsku íbúanna burt frá sínu heimalandi, ekki færri en 700 þúsund manns. Nakba táknar líka hernámið sem staðið hefur í 63 ár, og það felur í sér margt ógeðið. Ekkert hernám einnar þjóðar á annarri í samtímasögunni hefur staðið eins lengi. Samt bendir ekkert til að leiðtogar Ísraels láti sér detta í hug af alvöru að skila herteknu landi, hvað þá hleypa fimm milljónum flóttamanna aftur heim. Síðastliðin 20 ár hefur viss friðarviðleitni verið í gangi, að minnsta kosti í orði, og er það Bandaríkjastjórn sem hefur haft frumkvæðið. Þessi viðleitni hefur þó ekki fært Ísrael og Palestínu nær réttlátri lausn. Þvert á móti hefur hernámið látlaust sótt á með aukinni landtöku frá Palestínumönnum, byggingu aðskilnaðarmúrs, skipulagðra morða á forystumönnum og stórfelldum stríðsaðgerðum gegn íbúum á Gaza. Ísrael hefur tekist með aðstoð Bandaríkjanna að snúa öðrum ríkjum gegn palestínsku þjóðinni og sjálfsákvörðunarrétti hennar. Þannig var þjóðinni sem heild og sérstaklega íbúum Gaza-svæðisins refsað fyrir að kjósa yfir sig Hamas-samtökin. Hjá leiðtogum Evrópuríkja jafnt og í Bandaríkjunum hefur ísraelski áróðurinn um Hamas endurómað. Þar er þráfaldlega staglast á því að Hamas vilji ekki viðurkenna Ísrael, enda þótt stefna Hamas allt frá árinu 2003 hafi verið friðsamleg sambúð við Ísrael innan landamæranna frá 1967. Ísland þarf af rífa sig út úr þessu samkvæmi og virða í verki sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar. Síðustu ár höfum við tekið mikilvæg skref í þá átt en betur má ef duga skal. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða, frjálsa og fullvalda Palestínu. Utanríkisráðherra okkar á enn eftir að fara í mikilvæga ferð til Gaza og hitta stjórnvöld þar að máli, leiðtoga Hamas, Fatah og annarra stjórnmálasamtaka. Þetta er í samræmi við stefnu Alþingis og með slíkri ferð leggur utanríkisráðherrann af mörkum til þess lífsnauðsynlega sáttaferlis sem nýlega er hafið hjá Palestínumönnum. Án sátta og sameinaðrar forystu útávið geta Palestínumenn ekki mætt til raunverulegra friðarviðræðna. Allt frá fyrstu dögum Nakba hefur hernámið og landránið vaxið stöðugt og ekkert bent til að Ísraelsríki ætlaði að beygja af þeirri braut. Engu að síður hefur friðarviljinn lifað af meðal Palestínumanna og stjórnmálasamtaka þeirra. Öll eru þau reiðubúin til að sætta sig við þá sögulegu eftirgjöf að Ísrael haldi nærri fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu og ríki þeirra verði á þeim 22 % sem eru Gaza, Vesturbakkinn og Austur-Jerúsalem.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun