Varnagli á pung Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 16. maí 2011 09:30 Ég er því fegin að eldast. Ég geri ekki lítið úr fórnunum; tannskemmd sem ég kom auga á um daginn og hef ekki enn tímt að láta gera við (ég veit þetta hljómar ekki smart), afar sérstakt útlit þegar ég vakna á morgnana og lít í spegil, nokkrar tegundir af lyfjum (sem ég man aldrei hvort ég er búin að taka eða ekki því minnisleysi er líka farið að gera vart við sig). Þegar ég var tvítug átti ég ungt barn og nú þegar ég er 34 ára á ég líka ungt barn. Ég bý í hverfi þar sem meðalaldur barneigna er töluvert hærri en þegar ég átti mitt fyrsta barn og innan um fólk sem sótti barnið sitt á leikskólann um leið og ég (fallegt fólk í fínum fötum sem vann kannski hjá Landsvirkjun og átti töluvert vandaðri barnabílstól en ég) leið mér oft eins og unglingi sem hafði verið sendur eftir yngra systkini á leikskólann. Samt var ég ekkert svo ung þannig, en margt sem ég upplifði var engin ímyndun. Allar ungar mæður vita nokkurn veginn hvað ég er að tala um; Klapp á kollinn í ungbarnaeftirlitinu í staðinn fyrir svar við spurningunni hvernig ég gæti látið barnið sofa betur, foreldrafélög þar sem eldri mæðurnar fengu að ráða og skipulögðu allt of dýrar (enda með efni á því) vorferðir til að hrista saman hópinn, og þetta var ýmislegt. Svolítið eins og að vera yngstur í gaggó og þær elstu strunsuðu plássfrekar um gangana og réðu hvaða hljómsveit kom á ballið. En nú er ég eldri og hef reynt ýmislegt. Í alvöru – sumt er svo svakalegt að ég get ekki einu sinni rætt það án þess að eiga á hættu að vera lögsótt. (Ég er eiginlega með „doktorsgráðu í lífsreynslu" eins og stelpurnar sem skrifa á Bleikt). Ég má þó ekki að láta mér færast mikið í fang eða ofmetnast yfir því að hafa sopið fjörur. Maður skildi alltaf álíta sig svolítið óreyndan, draga úr þekkingu sinni, slá varnagla með „stundum", „líklega", „finnst mér", (alls ekki alhæfa) og „að því er ég tel". Setja alls kyns fyrirvara á það sem maður ætlar sér að halda fram. Að minni reynslu eru það jafnt karlar og konur sem senda þeim konu sem gösslast áfram á forsendum karla (Tobba Marínós hlýtur að geta vitnað um það) strangan svip. Þess væru óskandi að þær væru fleiri sem kærðu sig kollóttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Ég er því fegin að eldast. Ég geri ekki lítið úr fórnunum; tannskemmd sem ég kom auga á um daginn og hef ekki enn tímt að láta gera við (ég veit þetta hljómar ekki smart), afar sérstakt útlit þegar ég vakna á morgnana og lít í spegil, nokkrar tegundir af lyfjum (sem ég man aldrei hvort ég er búin að taka eða ekki því minnisleysi er líka farið að gera vart við sig). Þegar ég var tvítug átti ég ungt barn og nú þegar ég er 34 ára á ég líka ungt barn. Ég bý í hverfi þar sem meðalaldur barneigna er töluvert hærri en þegar ég átti mitt fyrsta barn og innan um fólk sem sótti barnið sitt á leikskólann um leið og ég (fallegt fólk í fínum fötum sem vann kannski hjá Landsvirkjun og átti töluvert vandaðri barnabílstól en ég) leið mér oft eins og unglingi sem hafði verið sendur eftir yngra systkini á leikskólann. Samt var ég ekkert svo ung þannig, en margt sem ég upplifði var engin ímyndun. Allar ungar mæður vita nokkurn veginn hvað ég er að tala um; Klapp á kollinn í ungbarnaeftirlitinu í staðinn fyrir svar við spurningunni hvernig ég gæti látið barnið sofa betur, foreldrafélög þar sem eldri mæðurnar fengu að ráða og skipulögðu allt of dýrar (enda með efni á því) vorferðir til að hrista saman hópinn, og þetta var ýmislegt. Svolítið eins og að vera yngstur í gaggó og þær elstu strunsuðu plássfrekar um gangana og réðu hvaða hljómsveit kom á ballið. En nú er ég eldri og hef reynt ýmislegt. Í alvöru – sumt er svo svakalegt að ég get ekki einu sinni rætt það án þess að eiga á hættu að vera lögsótt. (Ég er eiginlega með „doktorsgráðu í lífsreynslu" eins og stelpurnar sem skrifa á Bleikt). Ég má þó ekki að láta mér færast mikið í fang eða ofmetnast yfir því að hafa sopið fjörur. Maður skildi alltaf álíta sig svolítið óreyndan, draga úr þekkingu sinni, slá varnagla með „stundum", „líklega", „finnst mér", (alls ekki alhæfa) og „að því er ég tel". Setja alls kyns fyrirvara á það sem maður ætlar sér að halda fram. Að minni reynslu eru það jafnt karlar og konur sem senda þeim konu sem gösslast áfram á forsendum karla (Tobba Marínós hlýtur að geta vitnað um það) strangan svip. Þess væru óskandi að þær væru fleiri sem kærðu sig kollóttar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun