Innlent

Stórslösuð eftir árás dalmatíuhunds

Kona á fertugsaldri hlaut opið beinbrot á legg og sár á kviði þegar hún varð fyrir tilefnislausri árás dalmatíuhunds í gærmorgun.

Að sögn föður konunnar var hún að störfum við að bera út póst í íbúðahverfi í Mosfellsbæ þegar hún kom að húsi þar sem hundurinn var úti í garði ásamt eiganda sínum.

Faðir konunnar segir að þá skipti engum togum að hundurinn hafi rifið sig lausan og stokkið umsvifalaust á konuna og bitið hana í kviðinn. Við það hafi konan hrasað illa og fótbrotnað eins og áður sagði.

Eigandi hundsins var fljótur á vettvang og losaði hundinn af konunni, að því er faðir hennar segir. Voru sjúkrabíll og lögregla kvödd á svæðið. Faðir konunnar segir ljóst að hún muni verða frá vinnu í sumar hið minnsta.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×