Innlent

Ákærðir fyrir lífshættulega árás

Lögreglan í Reykjanesbæ hefur áður þurft að hafa afskipti af Ólafi Gottskálkssyni.Fréttablaðið/gva
Lögreglan í Reykjanesbæ hefur áður þurft að hafa afskipti af Ólafi Gottskálkssyni.Fréttablaðið/gva
Tveir menn, 37 og 43 ára, hafa verið ákærðir fyrir húsbrot, ólögmæta nauðung og stórfellda líkamsárás sem framin var í Reykjanesbæ á síðustu nýársnótt.

Mönnunum er gefið að sök að hafa ruðst inn í íbúðarhús í bænum og beitt húsráðandann, 37 ára mann, hrottafengnu ofbeldi.

Mennirnir létu högg og spörk dynja á höfði og líkama fórnarlambs síns og tóku það hálstaki.

Þolandi árásarinnar hlaut lífshættulega áverka af atlögunni. Lunga hans féll saman auk þess sem hann marðist og skarst í andliti og rifbein hans brotnuðu. Hann krefst tæplega tveggja milljóna króna í bætur.

Ólafur Gottskálksson


Annar ákærðu er Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, sem í fyrra var dæmdur eins árs fangelsi fyrir sambærilega árás. Þá ruddist hann í félagi við annan mann inn á heimili í Reykjanesbæ, misþyrmdi húsráðanda og rændi af honum tölvu.

Ólafur mætti fyrir dóminn í gær og neitaði sök. Hinn mætti ekki.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×