Innlent

Eiginkonan enn í öndunarvél

Á leið í varðhald Maðurinn var leiddur fyrir dómara á sunnudagskvöld og úrskurðaður í varðhald.
Á leið í varðhald Maðurinn var leiddur fyrir dómara á sunnudagskvöld og úrskurðaður í varðhald.
Konan sem varð fyrir árás eiginmanns síns á heimili þeirra í Grafarholti á sunnudagsmorgun var enn þungt haldin í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Maðurinn var á sunnudagskvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. maí grunaður um manndrápstilraun.

Maðurinn, sem er 61 árs, undi gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann var ekki yfirheyrður frekar vegna málsins í gær.

Maðurinn er talinn hafa tekið konuna kverkataki og skert með því súrefnisflæðið að heila hennar þar til hún missti meðvitund.

Hann hringdi sjálfur á sjúkrabíl. Þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang var konan ekki með lífsmarki. Þeir endurlífguðu hana og fluttu á spítala. Konan er 43 ára.

Hjónin voru ein á heimilinu þegar árásin átti sér stað. Ekki hafa fengist upplýsingar um aðdraganda hennar. Maðurinn var í annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn.

Hjónin hafa verið í nokkurri óreglu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Maðurinn hlaut um miðjan níunda áratuginn tveggja ára fangelsisdóm í fíkniefnamáli sem þá var hið stærsta sem upp hafði komið hérlendis. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×