Ekki fasteignabóla heldur eðlileg þróun 18. maí 2011 07:30 ingibjörg þórðardóttir „Auðvitað eru til peningamenn. En þeir eru líka alveg ofboðslega harðir að bjóða og kaupa ekki eignir á uppsprengdu verði. Þeir eru að gera góð kaup," segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Hún segist þó ekki hafa orðið vör við fjölgun öflugra fjárfesta á fasteignamarkaðnum sem séu að blása upp verð á íbúðum í landinu. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í Fréttablaðinu fyrir skömmu að afar líklegt væri að umsvifamiklir fjárfestar hér á landi væru að færa sig út á fasteignamarkaðinn í auknum mæli vegna gjaldeyrishafta. Slíkt gæti leitt til hærra fasteignaverðs og eignabólu. Ingibjörg mótmælir þessum ummælum ráðherra. Vissulega sé markaðurinn farinn að taka við sér en fjölgun þinglýstra samninga sé ekki það mikil að rökrétt sé að fjalla um hana á þennan hátt. „Það fer allt eftir því við hvaða tölur er verið að miða," segir Ingibjörg. „Markaðurinn hefur í raun verið lamaður frá því í árslok 2007. Eftir síðustu verslunarmannahelgi tóku þinglýstir samningar að togast upp í 70 til 80 á viku úr um 30 til 40. Það er fjölgun um helming, en samt ekki há tala í sjálfu sér. Það vantar enn mikið upp á að markaðurinn sé kominn í jafnvægi." Ingibjörg hefur þó trú á því að markaðurinn réttist við vegna þeirrar grundvallarþarfar sem hann sinni í samfélaginu. „Það er svo mikil þörf til staðar að geta keypt og selt. Fólk deyr, það fæðast nýir einstaklingar og fjölskyldur taka breytingum. Þetta er lifandi markaður sem verður að laga sig að þörfum þegna þjóðfélagsins hverju sinni," segir hún. Þinglýstum samningum vegna fasteignakaupa hefur fjölgað um 70 prósent á höfuðborgarsvæðinu, sé litið á tímabilið janúar 2010 til janúar 2011. Fleiri og stærri eignir eru nú að koma á markað og segir Ingibjörg margar ástæður geta verið fyrir því. Fólk hafi til að mynda haldið að sér höndum þar til nú. Á meðan kaupmáttur er ekki meiri og verðtryggð lán enn í gildi fær Ingibjörg ekki séð að fasteignabóla sé í uppsiglingu. Hún segir ytri aðstæður einfaldlega ekki bjóða upp á það. Þó hafi þinglýstum samningum fjölgað upp í um 100 á viku frá því í haust. „En ef vel ætti að vera þyrftu þeir að vera helmingi fleiri," segir Ingibjörg. sunna@frettabladid.is Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
„Auðvitað eru til peningamenn. En þeir eru líka alveg ofboðslega harðir að bjóða og kaupa ekki eignir á uppsprengdu verði. Þeir eru að gera góð kaup," segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Hún segist þó ekki hafa orðið vör við fjölgun öflugra fjárfesta á fasteignamarkaðnum sem séu að blása upp verð á íbúðum í landinu. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í Fréttablaðinu fyrir skömmu að afar líklegt væri að umsvifamiklir fjárfestar hér á landi væru að færa sig út á fasteignamarkaðinn í auknum mæli vegna gjaldeyrishafta. Slíkt gæti leitt til hærra fasteignaverðs og eignabólu. Ingibjörg mótmælir þessum ummælum ráðherra. Vissulega sé markaðurinn farinn að taka við sér en fjölgun þinglýstra samninga sé ekki það mikil að rökrétt sé að fjalla um hana á þennan hátt. „Það fer allt eftir því við hvaða tölur er verið að miða," segir Ingibjörg. „Markaðurinn hefur í raun verið lamaður frá því í árslok 2007. Eftir síðustu verslunarmannahelgi tóku þinglýstir samningar að togast upp í 70 til 80 á viku úr um 30 til 40. Það er fjölgun um helming, en samt ekki há tala í sjálfu sér. Það vantar enn mikið upp á að markaðurinn sé kominn í jafnvægi." Ingibjörg hefur þó trú á því að markaðurinn réttist við vegna þeirrar grundvallarþarfar sem hann sinni í samfélaginu. „Það er svo mikil þörf til staðar að geta keypt og selt. Fólk deyr, það fæðast nýir einstaklingar og fjölskyldur taka breytingum. Þetta er lifandi markaður sem verður að laga sig að þörfum þegna þjóðfélagsins hverju sinni," segir hún. Þinglýstum samningum vegna fasteignakaupa hefur fjölgað um 70 prósent á höfuðborgarsvæðinu, sé litið á tímabilið janúar 2010 til janúar 2011. Fleiri og stærri eignir eru nú að koma á markað og segir Ingibjörg margar ástæður geta verið fyrir því. Fólk hafi til að mynda haldið að sér höndum þar til nú. Á meðan kaupmáttur er ekki meiri og verðtryggð lán enn í gildi fær Ingibjörg ekki séð að fasteignabóla sé í uppsiglingu. Hún segir ytri aðstæður einfaldlega ekki bjóða upp á það. Þó hafi þinglýstum samningum fjölgað upp í um 100 á viku frá því í haust. „En ef vel ætti að vera þyrftu þeir að vera helmingi fleiri," segir Ingibjörg. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira