Bjóða stuðning við krónuna eftir inngöngu 18. maí 2011 06:30 Semja þarf um hugsanlegan stuðning ESB við afnám gjaldeyrishafta í aðildarviðræðum við ESB. Semja þarf sérstaklega um vikmörk gengis íslensku krónunnar við evru meðan á upptöku evrunnar stæði í aðildarviðræðunum við ESB sem nú standa fyrir dyrum. Þá stæði Íslandi til boða stuðningur við krónuna frá Seðlabanka Evrópu en kanna þarf nánar hve mikill sá stuðningur gæti orðið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem birt var í gær í kjölfar rýnifundar í Brussel um efnahags- og peningamálakafla samningaviðræðnanna. Einnig þarf að semja um hugsanlegan stuðning ESB við afnám gjaldeyrishaftanna hér á landi. Ríki sem ganga í ESB verða að taka mið af sameiginlegri efnahagsstefnu sambandsins og er þess vænst að ný aðildarríki taki þátt í myntsamstarfi Evrópu. Áður en ríki getur hins vegar tekið upp evruna þarf það að uppfylla Maastricht-skilyrðin svokölluðu. Eitt þeirra segir til um tveggja ára þátttöku í gjaldmiðilssamstarfi Evrópu (ERM II) sem er eins konar fordyri evrunnar. Meðan á þátttöku í ERM II stendur er stefnt að gengisstöðugleika gagnvart evru með ákveðnum vikmörkum. Stöðugleiki gjaldmiðilsins er á ábyrgð seðlabanka hvers ríkis en jafnframt eru í boði takmarkaðar skammtímalánalínum frá Seðlabanka Evrópu. Búast má við því að nánari útfærsla á þessum stuðningi verði fyrirferðamikil þegar gengið verður frá efnahags- og peningamálakafla aðildarviðræðnanna.- mþl Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Semja þarf sérstaklega um vikmörk gengis íslensku krónunnar við evru meðan á upptöku evrunnar stæði í aðildarviðræðunum við ESB sem nú standa fyrir dyrum. Þá stæði Íslandi til boða stuðningur við krónuna frá Seðlabanka Evrópu en kanna þarf nánar hve mikill sá stuðningur gæti orðið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem birt var í gær í kjölfar rýnifundar í Brussel um efnahags- og peningamálakafla samningaviðræðnanna. Einnig þarf að semja um hugsanlegan stuðning ESB við afnám gjaldeyrishaftanna hér á landi. Ríki sem ganga í ESB verða að taka mið af sameiginlegri efnahagsstefnu sambandsins og er þess vænst að ný aðildarríki taki þátt í myntsamstarfi Evrópu. Áður en ríki getur hins vegar tekið upp evruna þarf það að uppfylla Maastricht-skilyrðin svokölluðu. Eitt þeirra segir til um tveggja ára þátttöku í gjaldmiðilssamstarfi Evrópu (ERM II) sem er eins konar fordyri evrunnar. Meðan á þátttöku í ERM II stendur er stefnt að gengisstöðugleika gagnvart evru með ákveðnum vikmörkum. Stöðugleiki gjaldmiðilsins er á ábyrgð seðlabanka hvers ríkis en jafnframt eru í boði takmarkaðar skammtímalánalínum frá Seðlabanka Evrópu. Búast má við því að nánari útfærsla á þessum stuðningi verði fyrirferðamikil þegar gengið verður frá efnahags- og peningamálakafla aðildarviðræðnanna.- mþl
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira