Innlent

Fráleit afsökun hjá ráðherra

Vestmannaeyingar vilja að Landeyjahöfn virki á þann hátt sem lofað hafi verið.
Vestmannaeyingar vilja að Landeyjahöfn virki á þann hátt sem lofað hafi verið.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja segir samgönguyfirvöld ráðlaus í öllu sem snúi að samgöngum á sjó við Vestmannaeyjar. „Ástandið er orðið algerlega óþolandi,“ segir bæjarstjórnin sem bendir á að dýpkunarskip fyrir Landeyjahöfn sé bilað og gagnrýnir Ögmund Jónasson innanríkisráðherra. Bæjarstjórnin segir fráleitt hjá ráðherra að kenna náttúruöflum um „þær tafir og þann skaða sem Eyjamenn verða nú fyrir á degi hverjum.“ - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×