Innlent

Listamenn vilja 26 skyndistyrki

Hafliði Hallgrímsson Taka á upp ný kórverk tónskáldsins og myndlistarmannsins.
Hafliði Hallgrímsson Taka á upp ný kórverk tónskáldsins og myndlistarmannsins.
Alls bárust 26 umsóknir um svokallaða skyndistyrki sem menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar afgreiðir í næstu viku.

Hæsta styrkbeiðnin er frá textílhópnum Snældunum sem óskar eftir 900 þúsund krónum til að vinna með ull á fjölförnum stað í hjarta Reykjavíkur í sumar. Sex óska eftir 500 þúsund króna styrkjum, meðal annars vegna tónleikaraðar Gunnars Kvaran á Kjarvalsstöðum, til að taka upp ný kórverk eftir Hafliða Hallgrímsson og til að stofna nýjan óperuhóp Alþýðuóperunnar. Sömu upphæð er beðið um handa fyrirtækinu Classical Concert Company Reykjavik sem hyggst starfa með tónlistarhúsinu Hörpu. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×