Innlent

Má ekki eyða hreiðrum

Stari Hermir eftir söng annarra fugla.
mynd/Jóhann óli hilmarsson
Stari Hermir eftir söng annarra fugla. mynd/Jóhann óli hilmarsson
Fuglavernd skorar á meindýraeyða og garðeigendur að fara að lögum og eyða ekki starahreiðrum meðan egg og ungar eru í hreiðrinu. Starinn er alfriðaður og því ólöglegt að drepa staraunga í hreiðri eða eyða eggjum. Starinn er nýlegur landnemi hér á landi. Hann sækist eftir nábýli við manninn og getur því borist óværa úr hreiðrinu í híbýli manna inn um glugga. Best er að koma í veg fyrir staravarp með því að loka glufum og rifum sem fuglarnir sýna áhuga snemma vors.

„Sumir setja út varpkassa í tré eða húsveggi fjarri gluggum og þakkar starinn fyrir sig með fjölbreyttum söng og líflegu látbragði,“ segir í tilkynningu frá Fuglavernd. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×