Innlent

Landsbjörg og Olís í samstarf

Hækkandi eldsneytisverð kemur illa við Landsbjörgu en nýr samningur bætir stöðuna.
mynd/landsbjörg
Hækkandi eldsneytisverð kemur illa við Landsbjörgu en nýr samningur bætir stöðuna. mynd/landsbjörg
Slysavarnafélagið Landsbjörg og Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) hafa gert með sér samstarfssamning til næstu þriggja ára. Olís verður einn af aðalstyrktaraðilum samtakanna og mun styðja við samtökin bæði fjárhagslega og með verulegum afslætti af eldsneyti og öðrum vörum.

Ellingsen, sem er í eigu Olís, er hluti af þessu samkomulagi. En Ellingsen mun bjóða afsláttarkjör á vélsleðum og fjórhjólum til Landsbjargar. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×