Leiðtogafundurinn á hvíta tjaldið 18. maí 2011 15:00 Fundur Ronalds Reagan og Mikhaíls Gorbatsjov í Reykjavík var sögulegur í meira lagi. Nú hyggst Ridley Scott gera kvikmynd um hvað fór fram á bak við luktar dyr Höfða sem heimsbyggðin beið eftir að myndu opnast. Breski leikstjórinn Ridley Scott virðist hafa tekið miklu ástfóstri við Ísland. Samkvæmt erlendum kvikmyndavefjum tókust samningar milli framleiðslufyrirtækisins Headline Pictures og Scotts á kvikmyndahátíðinni í Cannes um að hann myndi leikstýra kvikmynd um leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík. Það vakti mikla athygli á Íslandi fyrir fjórum árum þegar Scott viðraði þá hugmynd sína um að gera kvikmynd um þennan merkilega fund sem talinn er hafa lagt grunninn að því að kalda stríðið lognaðist útaf. Fyrri framleiðendur myndarinnar áttu fund með þáverandi borgarstjóra, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, um að fá afnot af Höfða en þeir eru nú horfnir á braut. Og síðan hefur ekkert frést af gangi mála og almennt var talið að Scott væri hreinlega hættur við verkefnið og það dottið upp fyrir. Bloggsíða kvikmyndavefsíðunnar Indiewire greinir frá þessu á heimasíðu sinni og vitnar í kvikmyndaritið Screen Daily. Þar kemur fram að vinnuheiti myndarinnar sé Reykjavík. „Allir héldu að þetta væri dautt en nú virðist hafa verið blásið nýju lífi í það. Þetta gæti orðið Frost/Nixon-mynd frá Scott. Ef það kemur ekkert meira spennandi í staðinn," skrifar blaðamaður Indie Wire.Scott var staddur hér á landi fyrir skemmstu að skoða tökustaði fyrir kvikmynd sína, Prometheus, og því gæti það allt eins orðið að leikstjórinn yrði viðloðandi á landið í dágóðan tíma. - fgg Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Breski leikstjórinn Ridley Scott virðist hafa tekið miklu ástfóstri við Ísland. Samkvæmt erlendum kvikmyndavefjum tókust samningar milli framleiðslufyrirtækisins Headline Pictures og Scotts á kvikmyndahátíðinni í Cannes um að hann myndi leikstýra kvikmynd um leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík. Það vakti mikla athygli á Íslandi fyrir fjórum árum þegar Scott viðraði þá hugmynd sína um að gera kvikmynd um þennan merkilega fund sem talinn er hafa lagt grunninn að því að kalda stríðið lognaðist útaf. Fyrri framleiðendur myndarinnar áttu fund með þáverandi borgarstjóra, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, um að fá afnot af Höfða en þeir eru nú horfnir á braut. Og síðan hefur ekkert frést af gangi mála og almennt var talið að Scott væri hreinlega hættur við verkefnið og það dottið upp fyrir. Bloggsíða kvikmyndavefsíðunnar Indiewire greinir frá þessu á heimasíðu sinni og vitnar í kvikmyndaritið Screen Daily. Þar kemur fram að vinnuheiti myndarinnar sé Reykjavík. „Allir héldu að þetta væri dautt en nú virðist hafa verið blásið nýju lífi í það. Þetta gæti orðið Frost/Nixon-mynd frá Scott. Ef það kemur ekkert meira spennandi í staðinn," skrifar blaðamaður Indie Wire.Scott var staddur hér á landi fyrir skemmstu að skoða tökustaði fyrir kvikmynd sína, Prometheus, og því gæti það allt eins orðið að leikstjórinn yrði viðloðandi á landið í dágóðan tíma. - fgg
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira