Innlent

Fjötruðu mann og rændu

Fíkniefni fundust á tveim ofbeldismannanna þegar á þeim var leitað á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
Fíkniefni fundust á tveim ofbeldismannanna þegar á þeim var leitað á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og rán. Mönnunum er gefið að sök að hafa í sameiningu svipt karlmann á sextugsaldri frelsi sínu að heimili hans við Hringbraut í Reykjavík og beitt hann ofbeldi í því skyni að ná frá honum verðmætum.

 

Mennirnir gengu í skrokk á fórnarlambinu, slógu hann í andlit, tóku hann hálstaki, fjötruðu hann og tróðu tusku upp í munn hans og kefluðu hann, að því er segir í ákæru.

 

Þá neyddu þeir manninn til að millifæra 110 þúsund krónur af reikningi sínum yfir á reikning eins ofbeldismannanna, auk þess sem þeir söfnuðu verðmætum í íbúð hans, þar á meðal 80 þúsund krónum í peningum, og flutti einn ofbeldismannanna hluta verðmætanna af vettvangi.

 

Við atlöguna hlaut fórnarlambið roða og mar á handleggjum og höfði, auk þess sem hann fékk áfallastreituröskun.

 

Tveir ofbeldismannanna eru einnig ákærðir fyrir að hafa á sér amfetamín og maríjúana, þegar lögregla leitaði á þeim á lögreglustöð daginn eftir.

Fórnarlambið krefst tveggja milljóna króna í bætur.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×