Sammála um varnir gegn olíumengun 19. maí 2011 07:00 Hillary Clinton og Össur Skarphéðinsson áttu langan fund í Washington í gær. Clinton tók vel í hugmyndir um hertar olíumengunarvarnir í Norðurhöfum. Ræddu líka um heimsmálin og samstarf Íslands við AGS. Mynd/AP Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Hillary Clinton starfssystir hans áttu langan fund í Washington í gær þar sem þau ræddu fjölmörg málefni, meðal annars tengt norður-heimskautinu, ástandinu í heimsmálum og tvíhliða samskiptum ríkjanna. Meðal annars óskaði Össur eftir því að Bandaríkin styddu viðleitni Íslands um að lagalega bindandi samningur væri gerður um varnir gegn olíumengun á Norðurslóð. „Hún lýsti fyrir fullum stuðningi við það að Bandaríkin myndu styðja þá viðleitni; það væri líka í þeirra þágu,“ segir Össur. Tilefni fundarins var að Icelandair hefur hafið beint áætlunarflug til Washington, en Clinton lét þess getið fyrir fundinn að það væri „yndislegt fyrir okkur, sem elskum landið ykkar.“ Fundurinn varð mun lengri en til stóð en Össur sagði í samtali við Fréttablaðið eftir fundinn að hann hafi verið árangursríkur. „Við fórum yfir mjög mörg efni er vörðuðu samskipti Íslands og Bandaríkjanna, en ekki síður þá atburðarás sem hefur komið upp í heiminum á síðustu vikum og dögum.“ Fyrir utan fyrrnefndar mengunarvarnir sagði Össur að hann hafi tjáð Clinton stefnu íslenskra stjórnvalda að stofna til alþjóðlegrar miðstöðvar á sviði leitar og björgunar á Íslandi. „Hún tók ákaflega vel í þá hugmynd og ég lít svo á að þetta sé upphafið að viðræðum milli okkar og Bandaríkjanna um hvernig hægt sé að ná því fram, auðvitað í samvinnu við fleiri þjóðir.“ Loks sagði Össur að Clinton hafi tekið vel í tillögu hans um undirbúining formlegs tvíhliða samstarfs milli Íslands og Bandaríkjanna á sviði rannsókna tengdum norðurslóðum. Auk þess ræddu ráðherrarnir um varnarsamstarf ríkjanna, ástandið í Líbíu, friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs og hugsalegt samstarf á sviði jarðhita og ástandið á Íslandi í kjölfar hrunsins. „Hillary vissi greinilega hver staðan er [...] og var áhugasöm um að heyra hvernig ég mæti reynsluna á samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég sagði henni að menn hefðu veitt okkur miklu meira svigrúm til ákvarðanatöku en annars staðar og það hefði verið mjög farsælt og taldi að menn ættu að læra af þessari reynslu.“ thorgils@frettabladid.is, juliam@frettabladid.is Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Hillary Clinton starfssystir hans áttu langan fund í Washington í gær þar sem þau ræddu fjölmörg málefni, meðal annars tengt norður-heimskautinu, ástandinu í heimsmálum og tvíhliða samskiptum ríkjanna. Meðal annars óskaði Össur eftir því að Bandaríkin styddu viðleitni Íslands um að lagalega bindandi samningur væri gerður um varnir gegn olíumengun á Norðurslóð. „Hún lýsti fyrir fullum stuðningi við það að Bandaríkin myndu styðja þá viðleitni; það væri líka í þeirra þágu,“ segir Össur. Tilefni fundarins var að Icelandair hefur hafið beint áætlunarflug til Washington, en Clinton lét þess getið fyrir fundinn að það væri „yndislegt fyrir okkur, sem elskum landið ykkar.“ Fundurinn varð mun lengri en til stóð en Össur sagði í samtali við Fréttablaðið eftir fundinn að hann hafi verið árangursríkur. „Við fórum yfir mjög mörg efni er vörðuðu samskipti Íslands og Bandaríkjanna, en ekki síður þá atburðarás sem hefur komið upp í heiminum á síðustu vikum og dögum.“ Fyrir utan fyrrnefndar mengunarvarnir sagði Össur að hann hafi tjáð Clinton stefnu íslenskra stjórnvalda að stofna til alþjóðlegrar miðstöðvar á sviði leitar og björgunar á Íslandi. „Hún tók ákaflega vel í þá hugmynd og ég lít svo á að þetta sé upphafið að viðræðum milli okkar og Bandaríkjanna um hvernig hægt sé að ná því fram, auðvitað í samvinnu við fleiri þjóðir.“ Loks sagði Össur að Clinton hafi tekið vel í tillögu hans um undirbúining formlegs tvíhliða samstarfs milli Íslands og Bandaríkjanna á sviði rannsókna tengdum norðurslóðum. Auk þess ræddu ráðherrarnir um varnarsamstarf ríkjanna, ástandið í Líbíu, friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs og hugsalegt samstarf á sviði jarðhita og ástandið á Íslandi í kjölfar hrunsins. „Hillary vissi greinilega hver staðan er [...] og var áhugasöm um að heyra hvernig ég mæti reynsluna á samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég sagði henni að menn hefðu veitt okkur miklu meira svigrúm til ákvarðanatöku en annars staðar og það hefði verið mjög farsælt og taldi að menn ættu að læra af þessari reynslu.“ thorgils@frettabladid.is, juliam@frettabladid.is
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira