Fréttaskýring: Hvað felst í nýjum samningi um eflingu tónlistarnáms? 19. maí 2011 11:00 Fleiri tónlistarnemar utan af landi munu nú geta stundað námið með það að markmiði að gera tónlistina að atvinnu. fréttablaðið/vilhelm Ríkissjóður tekur yfir kostnað vegna tónlistarkennslu og framlag ríkisins til tónlistarskóla eykst um allt að 250 milljónir króna á ári næstu árin, samkvæmt samkomulagi sem ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í síðustu viku. Samkomulagið gildir um söngnám á mið- og framhaldsstigi og um annað tónlistarnám á framhaldsstigi. Þannig á að efla tónlistarnám og gera tónlistarnemum kleift að stunda nám sitt óháð búsetu. Ríkissjóður mun leggja 480 milljónir á ári í kennslukostnað í tónlistarskólum. Framlagið mun greiðast í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og sveitarfélögin eiga að tryggja að framlag ríkisins fjármagni kennsluna. Þau eiga einnig að taka yfir ný verkefni frá ríkinu sem nemur 230 milljónum króna. Samkomulagið gildir fyrir næstu tvö skólaár en viðræður um framlengingu fara fram við lok fyrra ársins. Sveitarfélögin bera ábyrgð á tónlistarkennslu á öllum stigum. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki öll burði til að kenna upp á framhaldsstig og því hafa lengra komnir nemendur leitað sérstaklega í skóla til Reykjavíkur, auk þess sem þeir þurfa oft að fara í framhaldsskóla í Reykjavík. Misjafnt er hvort sveitarfélögin hafa styrkt nemendurna til náms í öðrum sveitarfélögum. Því hafa nemendur neyðst til þess að hætta námi. Með nýja samkomulaginu er verið að koma í veg fyrir að slíkt gerist. Það er mjög jákvætt, segir Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. „Þessir átthagafjötrar sem hafa viðgengist allt, allt of lengi, þeir virðast vera úr sögunni.“ Kjartan segir samkomulagið örugglega leysa úr vandamálum margra. Skólinn hans hafi orðið mjög fyrir barðinu á þessu og hann segir í mörgum tilvikum sárt að horfa upp á efnilega krakka sem ekki geti haldið áfram í námi. Kjartan segir þó að samkomulagið hafi ekki verið kynnt fyrir stjórnendum tónlistarskólanna. „Við vitum ekki alveg hvernig útfærslan á þessu verður eða hver niðurstaðan verður. Hvorki á þessu né á niðurskurði Reykjavíkurborgar.“ Hann segist hafa reynt að spyrjast fyrir um það en ekki fengið svör, allir hafi verið að bíða eftir samkomulaginu. Hann segir þó að það hafi sést á þeim sem hafi undirritað samninginn að ríkisstjórnin taki málið alvarlega, en menntamála-, fjármála- og innanríkisráðherrar undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins. „Þetta er mikilvægt skref í rétta átt.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Ríkissjóður tekur yfir kostnað vegna tónlistarkennslu og framlag ríkisins til tónlistarskóla eykst um allt að 250 milljónir króna á ári næstu árin, samkvæmt samkomulagi sem ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í síðustu viku. Samkomulagið gildir um söngnám á mið- og framhaldsstigi og um annað tónlistarnám á framhaldsstigi. Þannig á að efla tónlistarnám og gera tónlistarnemum kleift að stunda nám sitt óháð búsetu. Ríkissjóður mun leggja 480 milljónir á ári í kennslukostnað í tónlistarskólum. Framlagið mun greiðast í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og sveitarfélögin eiga að tryggja að framlag ríkisins fjármagni kennsluna. Þau eiga einnig að taka yfir ný verkefni frá ríkinu sem nemur 230 milljónum króna. Samkomulagið gildir fyrir næstu tvö skólaár en viðræður um framlengingu fara fram við lok fyrra ársins. Sveitarfélögin bera ábyrgð á tónlistarkennslu á öllum stigum. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki öll burði til að kenna upp á framhaldsstig og því hafa lengra komnir nemendur leitað sérstaklega í skóla til Reykjavíkur, auk þess sem þeir þurfa oft að fara í framhaldsskóla í Reykjavík. Misjafnt er hvort sveitarfélögin hafa styrkt nemendurna til náms í öðrum sveitarfélögum. Því hafa nemendur neyðst til þess að hætta námi. Með nýja samkomulaginu er verið að koma í veg fyrir að slíkt gerist. Það er mjög jákvætt, segir Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. „Þessir átthagafjötrar sem hafa viðgengist allt, allt of lengi, þeir virðast vera úr sögunni.“ Kjartan segir samkomulagið örugglega leysa úr vandamálum margra. Skólinn hans hafi orðið mjög fyrir barðinu á þessu og hann segir í mörgum tilvikum sárt að horfa upp á efnilega krakka sem ekki geti haldið áfram í námi. Kjartan segir þó að samkomulagið hafi ekki verið kynnt fyrir stjórnendum tónlistarskólanna. „Við vitum ekki alveg hvernig útfærslan á þessu verður eða hver niðurstaðan verður. Hvorki á þessu né á niðurskurði Reykjavíkurborgar.“ Hann segist hafa reynt að spyrjast fyrir um það en ekki fengið svör, allir hafi verið að bíða eftir samkomulaginu. Hann segir þó að það hafi sést á þeim sem hafi undirritað samninginn að ríkisstjórnin taki málið alvarlega, en menntamála-, fjármála- og innanríkisráðherrar undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins. „Þetta er mikilvægt skref í rétta átt.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira