Hafna kröfu landeiganda á Vatnsenda 19. maí 2011 07:00 Kópavogsbær áformaði mikla uppbyggingu við Vatnsenda og tók 864 hektara lands eignarnámi vegna hennar. Lítið hefur hins vegar orðið af uppbyggingu á svæðinu eftir bankahrunið haustið 2008.Fréttablaðið/Valli Kópavogsbær hafnar alfarið kröfu landeiganda á Vatnsenda, sem vill um 6,9 milljarða króna í bætur vegna eignarnáms. Lögmaður bæjarins segir algeran forsendubrest hafa orðið í málinu. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, hefur stefnt Kópavogsbæ eftir áralangar samningaviðræður sem hann telur engu hafa skilað. Stefnan verður þingfest næstkomandi miðvikudag. Kópavogsbær gerði árið 2006 eignarnám á 864 hektörum lands við Vatnsenda. Landið var í eigu Þorsteins. Í kjölfarið var samið um bætur vegna eignarnámsins. Matsnefnd eignarnámsbóta komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að verðmæti sáttargerðarinnar væri á bilinu 6,5 til 8 milljarðar króna. Þorsteinn fékk 2.250 milljóna króna bætur greiddar frá bænum. Auk þess hélt hann eftir 35 hektara lóð og samþykkti bærinn að skipuleggja þar íbúðabyggð. Þá átti Þorsteinn að fá nálægt tíunda hluta af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem úthluta átti á svæðinu. Ekkert hefur hins vegar orðið af framkvæmdum á þessu svæði. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurbirni Þorbergssyni, lögmanni Þorsteins, hefur Kópavogsbær ekki sýnt fram á að bærinn geti eða vilji efna skuldbindingar sínar aðrar en þá greiðslu sem þegar hafi verið innt af hendi. Þorsteinn telur að þar sem bærinn hafi ekki staðið við áform um uppbyggingu beri honum að efna samninginn með því að borga fyrir landið. Þorsteinn krefst nú ríflega 6,9 milljarða króna í bætur, auk dráttarvaxta frá árinu 2007.„Þarna hefur orðið allsherjar forsendubrestur,“ segir Karl Axelsson, lögmaður Kópavogsbæjar í málinu. Hann bendir á að ekkert hafi orðið af skipulagi byggðar á umræddu landsvæði af tveimur orsökum. Annars vegar hafi eftirspurn eftir lóðum hrunið í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Hins vegar segir Karl að hluti landsins sé á vatnsverndarsvæði og ekki hafi tekist að fá þeirri vernd aflétt. Það eigi við um það svæði sem Þorsteinn hafi haldið eftir. Þorsteinn hafi vitað af þeirri áhættu þegar samningurinn hafi verið undirritaður. Hann hafi ákveðið að taka þá áhættu, og eigi því sjálfur að sitja uppi með tjón vegna þess.Karl segir að samningaviðræður hafi verið í gangi vegna málsins árum saman, og þeim verði eflaust haldið áfram þó að Kópavogsbæ verði stefnt fyrir dómstóla vegna þess. brjann@frettabladid.is Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Kópavogsbær hafnar alfarið kröfu landeiganda á Vatnsenda, sem vill um 6,9 milljarða króna í bætur vegna eignarnáms. Lögmaður bæjarins segir algeran forsendubrest hafa orðið í málinu. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, hefur stefnt Kópavogsbæ eftir áralangar samningaviðræður sem hann telur engu hafa skilað. Stefnan verður þingfest næstkomandi miðvikudag. Kópavogsbær gerði árið 2006 eignarnám á 864 hektörum lands við Vatnsenda. Landið var í eigu Þorsteins. Í kjölfarið var samið um bætur vegna eignarnámsins. Matsnefnd eignarnámsbóta komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að verðmæti sáttargerðarinnar væri á bilinu 6,5 til 8 milljarðar króna. Þorsteinn fékk 2.250 milljóna króna bætur greiddar frá bænum. Auk þess hélt hann eftir 35 hektara lóð og samþykkti bærinn að skipuleggja þar íbúðabyggð. Þá átti Þorsteinn að fá nálægt tíunda hluta af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem úthluta átti á svæðinu. Ekkert hefur hins vegar orðið af framkvæmdum á þessu svæði. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurbirni Þorbergssyni, lögmanni Þorsteins, hefur Kópavogsbær ekki sýnt fram á að bærinn geti eða vilji efna skuldbindingar sínar aðrar en þá greiðslu sem þegar hafi verið innt af hendi. Þorsteinn telur að þar sem bærinn hafi ekki staðið við áform um uppbyggingu beri honum að efna samninginn með því að borga fyrir landið. Þorsteinn krefst nú ríflega 6,9 milljarða króna í bætur, auk dráttarvaxta frá árinu 2007.„Þarna hefur orðið allsherjar forsendubrestur,“ segir Karl Axelsson, lögmaður Kópavogsbæjar í málinu. Hann bendir á að ekkert hafi orðið af skipulagi byggðar á umræddu landsvæði af tveimur orsökum. Annars vegar hafi eftirspurn eftir lóðum hrunið í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Hins vegar segir Karl að hluti landsins sé á vatnsverndarsvæði og ekki hafi tekist að fá þeirri vernd aflétt. Það eigi við um það svæði sem Þorsteinn hafi haldið eftir. Þorsteinn hafi vitað af þeirri áhættu þegar samningurinn hafi verið undirritaður. Hann hafi ákveðið að taka þá áhættu, og eigi því sjálfur að sitja uppi með tjón vegna þess.Karl segir að samningaviðræður hafi verið í gangi vegna málsins árum saman, og þeim verði eflaust haldið áfram þó að Kópavogsbæ verði stefnt fyrir dómstóla vegna þess. brjann@frettabladid.is
Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira