Innlent

Tólfti skógurinn verður opnaður í sumar

Gróður hefur tekið við sér og tré víðast hvar farin að bruma.Fréttablaðið/Vilhelm
Gróður hefur tekið við sér og tré víðast hvar farin að bruma.Fréttablaðið/Vilhelm
Skógræktarfélag Íslands hefur gert samstarfssamning við Arion banka um verkefnið Opinn skóg, auk útgáfu og kynningu á skógræktarsvæðum á Íslandi. Skrifað var undir samninginn, sem er til þriggja ára, síðdegis í gær.

 

Markmið samningsins er sagt vera að styrkja skógræktarstarf hér á landi og miðla og kynna almenningi alhliða upplýsingar um tré og skóg. Liður í samningnum er útgáfa bæklings með upplýsingum um 50 skógarreiti víðs vegar um landið, en honum er ætlað að kynna ferðamönnum á leið um landið skógana og hvetja þá til að staldra við í þeim.

 

Fram kemur í tilkynningu Skógræktarfélagsins að með verkefninu Opinn skógur hafi ellefu svæði verið opnuð og það tólfta verði opnað í sumar að Fossá í Hvalfirði. „Með samkomulaginu verður tryggð endurnýjun og viðhald eldri svæða Opinna skóga og unnið að því að opna ný svæði og gera þau að fyrirmyndar útivistar- og áningarstöðum,“ segir þar.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×