Innlent

Blindir leita til umboðsmanns

Mynd/GVA
Blindrafélagið gagnrýnir harðlega úrskurð úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála um ferðaþjónustu fyrir lögblinda í Kópavogi. Bærinn segir blindan pilt eiga að njóta sams konar aksturþjónustu og aðrir fatlaðir og hafnar að taka þátt í leigbílukostnaði hans.

 

Úrskurðarnefndin segir þjónustu bæjarins samræmast lögum. Þá niðurstöðu telur Blindrafélagið ranga og óviðunandi með hliðsjón af mannréttindum fatlaðra og hyggst leita til umboðsmanns Alþingis. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×