Rannsaka fleiri brot félaga í Black Pistons 26. maí 2011 07:30 Lögregla fann meðal annars sverð, hníf og leðurbelti í íbúð annars ofbeldismannsins, en þeir hótuðu fórnarlambinu að skera sundur sinar í fótum hans og draga úr honum tennurnar. Sviðsett mynd. Tveir meðlimir vélhjólagengisins Black Pistons beittu mann, sem þeir réðust á og héldu nauðugum fyrr í mánuðinum, hrottalegum hótunum og ofbeldi. Þeir börðu hann klukkustundum saman í höfuðið og líkama með ýmsum áhöldum, hýddu hann með þykkri rafmagnssnúru og hótuðu honum að skornar yrðu í sundur sinar á fótleggjum og tennur dregnar úr honum. Þeir sögðu fórnarlambinu að það skuldaði þeim tíu milljónir króna. Gæsluvarðhald yfir mönnunum, Ríkharð Júlíusi Ríkharðssyni, forsprakka Black Pistons, og Davíð Frey Rúnarssyni rennur út á morgun, en þeir sitja jafnframt í einangrun. Í kjölfar þessa máls barst lögreglunni tilkynning um að mennirnir væri viðriðnir önnur mál af svipuðum toga. Í síðustu viku greindi maður lögreglunni frá því að hafa greitt ódæðismönnunum umtalsverða fjárhæð í því skyni að koma syni sínum undan þeim. Af ótta við mennina vildi hann ekki aðhafast frekar í málinu á sínum tíma. Lögreglan hefur nú tekið málið til rannsóknar og mun reyna að upplýsa það meðal annars með því að afla upplýsinga um bankareikninga Black Pistons-mannanna. Enn fremur hefur lögreglan nýverið fengið upplýsingar um að Davíð Freyr hafi svipt annan mann frelsi og haldið föngnum og misþyrmt í bifreið og í iðnaðarhúsnæði. Rannsókn þess máls er á algjöru frumstigi, að því er fram kemur í gögnum frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, sem send voru Hæstarétti. Ofbeldismennirnir tveir sem sitja nú inni fyrir að hafa haldið manni nauðugum og misþyrmt sóttu hann að kvöldi þriðjudagsins 10. maí í iðnaðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu. Honum var ekið að heimili Ríkharðs og misþyrmt þar. Barsmíðarnar stóðu yfir allt fram til hálf eitt um nóttina. Þá var hann fluttur með hettu yfir höfðinu í geymsluhúsnæði sem hann þekkti ekki. Þar var honum haldið til morguns en þá sótti Davíð Freyr hann og fór með hann aftur á heimili Ríkharðs, þar sem ofbeldismennirnir rukkuðu hann um ofangreinda „skuld“. Síðan var enn ekið með fórnarlambið sem tókst að sleppa út úr bílnum við Borgartún í Reykjavík um klukkan tólf á hádegi daginn eftir. Við leit í íbúð Ríkharðs voru víða blóðblettir og sams konar sverð, hnífur og leðurbelti sem fórnarlambið hafði áður lýst. ritstjorn@frettabladid.is Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Tveir meðlimir vélhjólagengisins Black Pistons beittu mann, sem þeir réðust á og héldu nauðugum fyrr í mánuðinum, hrottalegum hótunum og ofbeldi. Þeir börðu hann klukkustundum saman í höfuðið og líkama með ýmsum áhöldum, hýddu hann með þykkri rafmagnssnúru og hótuðu honum að skornar yrðu í sundur sinar á fótleggjum og tennur dregnar úr honum. Þeir sögðu fórnarlambinu að það skuldaði þeim tíu milljónir króna. Gæsluvarðhald yfir mönnunum, Ríkharð Júlíusi Ríkharðssyni, forsprakka Black Pistons, og Davíð Frey Rúnarssyni rennur út á morgun, en þeir sitja jafnframt í einangrun. Í kjölfar þessa máls barst lögreglunni tilkynning um að mennirnir væri viðriðnir önnur mál af svipuðum toga. Í síðustu viku greindi maður lögreglunni frá því að hafa greitt ódæðismönnunum umtalsverða fjárhæð í því skyni að koma syni sínum undan þeim. Af ótta við mennina vildi hann ekki aðhafast frekar í málinu á sínum tíma. Lögreglan hefur nú tekið málið til rannsóknar og mun reyna að upplýsa það meðal annars með því að afla upplýsinga um bankareikninga Black Pistons-mannanna. Enn fremur hefur lögreglan nýverið fengið upplýsingar um að Davíð Freyr hafi svipt annan mann frelsi og haldið föngnum og misþyrmt í bifreið og í iðnaðarhúsnæði. Rannsókn þess máls er á algjöru frumstigi, að því er fram kemur í gögnum frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, sem send voru Hæstarétti. Ofbeldismennirnir tveir sem sitja nú inni fyrir að hafa haldið manni nauðugum og misþyrmt sóttu hann að kvöldi þriðjudagsins 10. maí í iðnaðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu. Honum var ekið að heimili Ríkharðs og misþyrmt þar. Barsmíðarnar stóðu yfir allt fram til hálf eitt um nóttina. Þá var hann fluttur með hettu yfir höfðinu í geymsluhúsnæði sem hann þekkti ekki. Þar var honum haldið til morguns en þá sótti Davíð Freyr hann og fór með hann aftur á heimili Ríkharðs, þar sem ofbeldismennirnir rukkuðu hann um ofangreinda „skuld“. Síðan var enn ekið með fórnarlambið sem tókst að sleppa út úr bílnum við Borgartún í Reykjavík um klukkan tólf á hádegi daginn eftir. Við leit í íbúð Ríkharðs voru víða blóðblettir og sams konar sverð, hnífur og leðurbelti sem fórnarlambið hafði áður lýst. ritstjorn@frettabladid.is
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira