Innlent

Evrópusinnar í þriðja hvert sæti

Bjarni Benediktsson formaður og Ólöf Nordal varaformaður ættu að beita sér fyrir hlut Evrópusinna á framboðslistum að mati Sjálfstæðra Evrópumanna. Fréttablaðið/Valli
Bjarni Benediktsson formaður og Ólöf Nordal varaformaður ættu að beita sér fyrir hlut Evrópusinna á framboðslistum að mati Sjálfstæðra Evrópumanna. Fréttablaðið/Valli
Aðalfundur Sjálfstæðra Evrópumanna skorar á forystu Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir því að einn af hverjum þremur af efstu mönnum flokksins á framboðslistum í hverju kjördæmi verði Evrópusinnar.

Í ályktun fundarins, sem haldinn var í gær, segir að kannanir sýni að á bilinu fjórðungur til þriðjungur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins styðji aðild Íslands að Evrópusambandinu. Helmingur flokksmanna vilji ljúka viðræðum um aðild og leggja aðildarsamning í þjóðaratkvæði. Með því að beita sér fyrir því að einn af hverjum þremur af efstu mönnum flokksins í hverju kjördæmi sé fulltrúi þessara sjónarmiða getur forysta flokksins tryggt að flokkurinn gangi heill til kosninga, segir í ályktuninni.

Félagið Sjálfstæðir Evrópumenn er félagskapur sjálfstæðismanna sem vilja stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Með aðild vilja félagsmenn standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×