Innlent

Gagnrýni á eftirlitsaðila missir marks

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason
Gagnrýni rannsóknarnefndar Alþingis á eftirlitsaðila og stjórnsýsluna missir marks vegna þagnar skýrsluhöfunda um Baugsmálið, að mati Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þetta kemur fram í bók Björns, Rosabaugur yfir Íslandi, sem kom út í gær. Þar fjallar Björn um ýmsar hliðar Baugsmálsins.

„Höfundar þeirra kafla skýrslunnar sem ræða hinn siðferðilega þátt málsins gefa sér rangar forsendur um eftirlitsleysi af opinberri hálfu. Þeir þegja einfaldlega um stærsta átakamálið vegna efnahagsbrota. Málið sem hafði mótandi áhrif á fjármálamenn og eftirlitsaðila á árunum í aðdraganda bankahrunsins,“ skrifar Björn.

Hann segir skýrsluhöfunda þurfa að skýra hvers vegna þeir hafi ekki getið í neinu þeirra „miklu átaka lögmanna Baugs“ við réttarvörslukerfið og dómsmálaráðuneytið sem einkennt hafi Baugsmálið.

„Harka og ófyrirleitni Baugsmanna hafði áhrif á alla sem sinntu eftirliti á sviði fjármála, samkeppni og skatta. Baugsmálið skilur einnig eftir spurningar um getu dómstóla til að taka á flóknum efnahagsbrotum,“ skrifar Björn.

„Stuðlaði sjálf meðferð dómara á Baugsmálinu að því að draga úr varkárni í fjármálalífinu? Eðlilegt hefði verið að rannsakendur bankahrunsins […] hefðu svarað þessari spurningu.“ - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×