Innlent

Skekkir samkeppnisstöðuna

Bannað er að auglýsa áfengi, en frumvarpi innanríkisráðherra er ætlað að stoppa í göt á núverandi lögum.
Fréttablaðið/Stefán
Bannað er að auglýsa áfengi, en frumvarpi innanríkisráðherra er ætlað að stoppa í göt á núverandi lögum. Fréttablaðið/Stefán
Nái frumvarp innanríkisráðherra um hert bann við áfengisauglýsingum fram að ganga verður það rothögg fyrir íslenska bjórframleiðendur og skekkir samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum tegundum. Þetta er fullyrt í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda, Samtökum iðnaðarins og Sambandi íslenskra auglýsingastofa.

Verði frumvarpið að lögum má sekta einstaklinga eða fyrirtæki um allt að 10 milljónir króna fyrir hvað sem flokka má sem auglýsingu. Í yfirlýsingunni er bent á að um 150 manns hafi starfa við framleiðslu, dreifingu og markaðssetningu á íslenskum bjór. Framleiðslan velti um 2,6 milljörðum á ári.

Fyrirhugað bann á eingöngu við um auglýsingar í íslenskum fjölmiðlum, áfengi verður áfram auglýst í erlendum blöðum erlendum sjónvarpsstöðvum. Því geta erlendir bjórframleiðendur kynnt vöru sína en ekki íslenskir, segir í yfirlýsingunni.

„Það hlýtur að vera einsdæmi að stjórnvöld setji lög sem hygla erlendri starfsemi á kostnað innlendrar,“ segir þar enn fremur.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×