Innlent

Sjúklingar teknir frá mér

Tannlæknirinn Sigurjón Benediktsson hefur kært átak um gjaldfrjálsar tannviðgerðir.
Tannlæknirinn Sigurjón Benediktsson hefur kært átak um gjaldfrjálsar tannviðgerðir.
„Þetta svokallaða átaksverkefni er auglýst sem ókeypis tannlækningar í bréfi sem borið er til allra foreldra hér á Húsavík. Í fyrsta lagi eru ókeypis tannlækningar ekki til og í öðru lagi er þetta í beinni samkeppni við mig," segir Sigurjón Benediktsson, sem kært hefur til Samkeppniseftirlitsins átaksverkið um gjaldfrjálsar tannviðgerðir fyrir börn tekjulágra foreldra.

 

„Það er verið að taka sjúklinga frá mér sem hafa komið til mín í fjölda ára. Ég get ekki staðið í svona samkeppni. Ég get ekki flokkað mína sjúklinga eftir því hvort foreldrarnir hafa háar eða lágar tekjur," segir Sigurjón.

 

Tryggingastofnun ríkisins hefur nú þegar samþykkt umsóknir um gjaldfrjálsar tannviðgerðir fyrir 548 börn tekjulágra foreldra. Tannviðgerðirnar fara fram í tannlæknadeild Háskóla Íslands í Læknagarði og ferðakostnaður er greiddur fyrir börn og forráðamanna af landsbyggðinni sem fengið hafa samþykki fyrir þjónustunni.

Sigurjón fullyrðir að átakið kosti margfalt meira en samningar við tannlækna sjálfa. „Það kostar til dæmis 60 þúsund krónur fyrir sjúkling og fylgdarmann að fara héðan." - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×