Innlent

Ríkissaksóknari útvistar sakamáli til Valtýs

Valtýr Sigurðsson. Mál tekið af efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna óvissu um skipan ákæruvalds á næstunni:
Valtýr Sigurðsson. Mál tekið af efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna óvissu um skipan ákæruvalds á næstunni:
Valtýr Sigurðsson, lögmaður hjá LEX og fyrrverandi ríkissaksóknari, hefur verið fenginn til að reka fjárdráttarmál á hendur fyrrverandi yfirmanni hjá Landsbankanum fyrir dómi. Ástæðan sem gefin er upp er óvissan sem ríkir um starfsemi efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sem áður fór með málið.

 

Málið sem um ræðir er höfðað á hendur Hauki Þór Haraldssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Landsbankanum, fyrir fjárdrátt. Haukur millifærði 118 milljónir af reikningi aflandsfélags bankans tveimur dögum eftir hrun og inn á eigin reikning. Hann hefur alla tíð borið að hafa með þessu reynt að bjarga fjármununum.

 

Haukur var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur en Hæstiréttur vísaði málinu aftur heim í hérað. Málflutning ákæruvaldsins fyrir Hæstarétti annaðist Valtýr Sigurðsson, þá ríkissaksóknari, enda hefur embætti Ríkissaksóknara eitt rétt til þess.

 

Þegar málareksturinn hófst síðan á nýjan leik fyrir héraðsdómi í lok apríl sótti það Alda Hrönn Jóhannsdóttir, settur saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra.

Mánuði síðar nýtti nýr ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, sér heimild í lögum til að taka svipta efnahagsbrotadeildina forræði á saksókninni og taka hana í sínar hendur. Hún fól Valtý það síðan í kjölfarið. Hann var þá horfinn til starfa á LEX en þekkti málið.

 

Þetta er rökstutt með því að óvissa ríki um skipan ákæruvaldsins þegar aðalmeðferðin er áætluð, vegna fyrirhugaðrar sameiningar embætta efnahagsbrotadeildar og sérstaks saksóknara. Embættin sameinast formlega 1. júní. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×