Innlent

Gróðursælla land en áður

Myndir úr bandarískum gervitunglum sýna að mun meiri gróður er hér á landi nú heldur en fyrir 20 árum.
Myndir úr bandarískum gervitunglum sýna að mun meiri gróður er hér á landi nú heldur en fyrir 20 árum.
Mun gróðursælla er hér á landi nú heldur en á undanförnum árum. Greining á gögnum frá gervitunglum NOAA-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem greina blaðgrænu og grósku gróðurs á yfirborði jarðar, sýna að gróður á Íslandi hefur aukist um tæp 50 prósent síðan árið 1982.

 

Á vef Náttúrufræðistofnunar kemur fram að þetta séu líklega fyrstu mæliniðurstöður af þessu tagi sem birtar eru fyrir landið í heild. Líklegt er að aukningu gróðurs á landinu megi rekja til hlýnandi veðurfars, minnkandi búfjárbeitar og aukinnar landgræðslu og skógræktar.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×