Erlent

Ekkert vitað um uppruna

Gúrkurnar frá Spáni reyndust ekki banvænar.
nordicphotos/afp
Gúrkurnar frá Spáni reyndust ekki banvænar. nordicphotos/afp
Sextán manns hafa látið lífið í Þýskalandi og fleiri löndum norðanverðrar Evrópu af völdum E.coli bakteríunnar, sem talið var að hafi borist úr gúrkum frá Spáni. Rannsókn hefur hins vegar leitt í ljós að E.coli bakterían, sem fannst í gúrkunum, er ekki sömu gerðar og E.coli bakterían sem valdið hefur dauðsföllunum.

 

Alls hafa nú 1.150 manns veikst í átta löndum af völdum bakteríunnar, sem er óvenju mannskæð. Hún ræðst á nýru fólks og hefur dregið um fimm prósent sýktra til dauða.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×