Erlent

Lyklaþjófar ollu milljónatjóni

Borgaryfirvöld í Árósum hafa skipt um læsingar.Fréttablaðið/Þorgils
Borgaryfirvöld í Árósum hafa skipt um læsingar.Fréttablaðið/Þorgils
Árósar Borgaryfirvöld í Árósum í Danmörku hafa þurft að skipta um lása í um 250 stofnunum í borginni með kostnaði sem hleypur á milljónum. Þjófar komust yfir lykla og lykilnúmer, merkt viðeigandi stofnunum, í innbroti á skrifstofur hreingerningafyrirtækis.

 

Strax fór að bera á innbrotum í stofnanir, en nú hefur verið lagt í úrbætur. Fyrirtækið hefur beðist afsökunar og ræðir nú við borgaryfirvöld um skaðabætur.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×