Erlent

Konur lögðust í ferðir til forna

Förukonurnar voru af tegundinni australopithecus africanus.
nordicphotos/AFP
Förukonurnar voru af tegundinni australopithecus africanus. nordicphotos/AFP
Fyrir ríflega tveimur milljónum ára, þegar forfeður manna bjuggu í Afríku, voru það ekki karlarnir sem fóru út að kanna heiminn meðan konurnar biðu heima, heldur voru það konurnar sem lögðust í ferðalög til að finna sér maka. Þetta fullyrða vísindamenn, sem hafa gert ítarlegar rannsóknir á tönnum úr tveimur tegundum forfeðra okkar.

Af efnasamsetningu tannanna geta vísindamennirnir dregið ályktanir um það, hvort viðkomandi einstaklingur hafði ferðast víða eða haldið sig á sömu slóðum allt sitt líf.

Rannsókninni stjórnaði Sandi Copeland við Colorado-háskóla.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×