Innlent

Hrunið sést vel á ruslahaugum

Úrgangur var yfir 100 þúsund tonnum minni á milli áranna 2008 og 2009. fréttablaðið/vilhelm
Úrgangur var yfir 100 þúsund tonnum minni á milli áranna 2008 og 2009. fréttablaðið/vilhelm
Heildarmagn úrgangs snarminnkaði á milli áranna 2008 og 2009 og greina menn þar greinilega niðursveiflu efnahagslífsins. Um 600 þúsund tonn af úrgangi féllu til árið 2009 en yfir 700 þúsund tonn árið áður.

Heildarmagn úrgangs hafði vaxið ár frá ári á tímabilinu 1995-2008 en á milli áranna 2008 og 2009 minnkaði það um tæp sautján prósent. Íbúum fækkaði um innan við eitt prósent milli sömu ára og getur íbúafækkun því ekki útskýrt hve mikið hefur dregið úr úrgangi.

Samdráttur í efnahagslífi verður því að teljast líkleg skýring að mati Umhverfisstofnunar, sem tekur saman tölur yfir magn og ráðstöfun úrgangs í landinu.

Blandaður úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum minnkaði um þrjátíu prósent á milli 2008 og 2009 á meðan flokkaður úrgangur minnkaði um rúmlega tólf prósent. Það hlutfall sem fer til urðunar minnkar enn og er komið niður í 31 prósent og hlutur jarðgerðar stækkar. Hlutur annarrar endurvinnslu stendur hins vegar í stað, en hann stækkaði mikið fram til 2007. Svipað magn af úrgangi var brennt árið 2009 og árið á undan.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×