Erlent

Spilltar löggur handteknar

Yfirvöld í Mexíkó handtóku í vikunni 25 glæpamenn tengda eiturlyfjaklíkum, þar af tug lögreglumanna. Fréttablaðið/AP
Yfirvöld í Mexíkó handtóku í vikunni 25 glæpamenn tengda eiturlyfjaklíkum, þar af tug lögreglumanna. Fréttablaðið/AP
Tíu lögreglumenn, þar á meðal lögreglustjóri, eru í hópi 25 manna sem hafa verið handteknir í átaki gegn eiturlyfjaklíkunni Zetunum undanfarið. Yfirvöld í fylkinu Hidalgo í miðhluta landsins handtóku nokkra lágt setta meðlimi Zetanna, sem bentu þeim á lögreglumennina. Þeir höfðu veitt glæpamönnum vernd gegn greiðslu. Þúsundir manna hafa látið lífið í harðvítugri baráttu gegn eiturlyfjaklíkum um allt land síðustu misseri.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×