Erlent

Snarkólnaði á áttatíu árum

Meðalhiti á Grænlandi lækkaði verulega um svipað leyti og byggð norrænna manna lagðist í eyði. Fréttablaðið/Vilhelm
Meðalhiti á Grænlandi lækkaði verulega um svipað leyti og byggð norrænna manna lagðist í eyði. Fréttablaðið/Vilhelm
Kólnandi veðurfar á Grænlandi gæti hafa orðið til þess að byggðir norrænna manna lögðust af, samkvæmt niðurstöðum vísindamanna.

Víkingar námu land á Grænlandi í lok 10. aldar, en byggð þeirra lagðist af á 15. öld. Með rannsóknum á vötnum sunnarlega á Grænlandi hefur nú verið leitt í ljós að meðalhiti þar lækkaði um fjórar gráður á áttatíu ára tímabili við upphaf 15. aldar.

Fræðimenn sem unnið hafa að rannsóknum á hitastiginu benda þó á að fleira spili inn í brotthvarf norrænu nýbúanna, svo sem átök þeirra við Inúíta og hversu afskekkt byggðin var.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×