Erlent

Lögreglan þjálfar hrægamma

Mynd/AFP
Lögreglan í Þýskalandi ætlar á næstunni að beita nýstárlegum aðferðum við að leita uppi lík á víðavangi. Dýraþjálfarar eru nú að þjálfa þrjá hrægamma til að leita að líkum.

 

Hrægammarnir hafa fengið nöfnin Sherlock, Miss Marple og Columbo, eftir frægum persónum bókmenntanna, að því er fram kemur á vef BBC.

 

Þjálfarar þeirra telja að þeir muni nýtast betur en hundar þar sem þeir komist hraðar yfir leit á stórum svæðum. Gagnrýnendur óttast hins vegar að þeir gætu gætt sér á völdum bitum af þeim líkum sem þeir kunni að finna.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×