Sjálfstætt líf 4. júní 2011 00:00 Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það. Þegar fólk er fatlað horfir þetta öðruvísi við. Fatlað fólk er minnt á það á hverjum degi að samfélagið er ekki fyrir alla. Þetta er gert með því að hefta aðgengi að byggingum, hefta aðgengi að upplýsingum samfélagsins, hefta aðgengi að vinnustöðum þess, hefta aðgengi að menntastofnunum og umfram allt að hefta aðgengi að þjónustu sem er forsenda þess að geta lifað sjálfstæðu lífi í því samfélagi sem ófötluðum stendur til boða. Margt fatlað fólk þekkir ekki þau réttindi sem það hefur eins og t.d. réttinn til að ákveða hvar það býr og með hverjum. Árið 2007 undirritaði Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 19. grein samningsins er okkur tveimur mjög hugleikin en í henni segir að aðildarríkin skuldbindi sig til að tryggja „fötluðu fólki tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir". Til þess að þetta verði kleift verðum við að hætta að áætla fjármagn fyrir þjónustu til ákveðinna bygginga eins og gert er með sambýli og fara að skilgreina þjónustu og fjármagn fyrir fatlað fólk sjálft óháð því hvar það býr eða með hverjum. Fólk hefur rétt til að ákveða hvernig þjónustu það vill og hvar það vill eiga heima. Ég, Gísli, er í dag stoltur íbúðareigandi í hverfinu sem ég ólst upp í. Ég er með notendastýrða persónulega aðstoð sem gerir mér kleift að lifa sjálfstæðu lífi. Notendastýrð aðstoð þýðir að ég stýri þjónustunni með aðstoð fólks sem ég ræð sjálfur, líkt og Auði sem aðstoðar mig við að halda utan um þjónustuna mína og annað sem ég þarf, líkt og að skrifa þessa grein. Nú er ég þátttakandi í öllu er varðar mitt líf. Ég nýt réttinda í samræmi við það sem segir í 19. grein samnings Sameinuðu þjóðanna en ekki má gleyma því að þetta þjónustuform gerir fólki kleift að rækja skyldur sínar sem starfsmenn, nágrannar og borgarar í samfélaginu. Það hafa allir, sama hversu mikið fatlað fólk er, sínar leiðir til að tjá óskir og vilja, við verðum bara að læra að hlusta og taka mark á því. Þannig gerum við fötluðu fólki kleift að vera hluti af samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að flytja að heiman Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri konu. Okkur dreymdi um að við mundum búa saman þangað til ég færi á elliheimili. En hún flutti og fór í sambýli. Svo fékk ég aðra konu til að búa með mér en það gekk ekki upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu hæð með fallegu útsýni. 2. júní 2011 06:00 Boðberar mannréttinda Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. 3. júní 2011 09:00 Einkalíf fatlaðra Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl. 7. júní 2011 07:00 Nýir og nauðsynlegir sendiherrar 1. júní 2011 07:00 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það. Þegar fólk er fatlað horfir þetta öðruvísi við. Fatlað fólk er minnt á það á hverjum degi að samfélagið er ekki fyrir alla. Þetta er gert með því að hefta aðgengi að byggingum, hefta aðgengi að upplýsingum samfélagsins, hefta aðgengi að vinnustöðum þess, hefta aðgengi að menntastofnunum og umfram allt að hefta aðgengi að þjónustu sem er forsenda þess að geta lifað sjálfstæðu lífi í því samfélagi sem ófötluðum stendur til boða. Margt fatlað fólk þekkir ekki þau réttindi sem það hefur eins og t.d. réttinn til að ákveða hvar það býr og með hverjum. Árið 2007 undirritaði Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 19. grein samningsins er okkur tveimur mjög hugleikin en í henni segir að aðildarríkin skuldbindi sig til að tryggja „fötluðu fólki tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir". Til þess að þetta verði kleift verðum við að hætta að áætla fjármagn fyrir þjónustu til ákveðinna bygginga eins og gert er með sambýli og fara að skilgreina þjónustu og fjármagn fyrir fatlað fólk sjálft óháð því hvar það býr eða með hverjum. Fólk hefur rétt til að ákveða hvernig þjónustu það vill og hvar það vill eiga heima. Ég, Gísli, er í dag stoltur íbúðareigandi í hverfinu sem ég ólst upp í. Ég er með notendastýrða persónulega aðstoð sem gerir mér kleift að lifa sjálfstæðu lífi. Notendastýrð aðstoð þýðir að ég stýri þjónustunni með aðstoð fólks sem ég ræð sjálfur, líkt og Auði sem aðstoðar mig við að halda utan um þjónustuna mína og annað sem ég þarf, líkt og að skrifa þessa grein. Nú er ég þátttakandi í öllu er varðar mitt líf. Ég nýt réttinda í samræmi við það sem segir í 19. grein samnings Sameinuðu þjóðanna en ekki má gleyma því að þetta þjónustuform gerir fólki kleift að rækja skyldur sínar sem starfsmenn, nágrannar og borgarar í samfélaginu. Það hafa allir, sama hversu mikið fatlað fólk er, sínar leiðir til að tjá óskir og vilja, við verðum bara að læra að hlusta og taka mark á því. Þannig gerum við fötluðu fólki kleift að vera hluti af samfélaginu.
Að flytja að heiman Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri konu. Okkur dreymdi um að við mundum búa saman þangað til ég færi á elliheimili. En hún flutti og fór í sambýli. Svo fékk ég aðra konu til að búa með mér en það gekk ekki upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu hæð með fallegu útsýni. 2. júní 2011 06:00
Boðberar mannréttinda Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. 3. júní 2011 09:00
Einkalíf fatlaðra Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl. 7. júní 2011 07:00
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar