Innlent

Lýsti nýjum reglum FME

Sveinn Arason
Sveinn Arason
Þing Evrópusamtaka ríkisendurskoðana (EUROSAI) hvetur stjórnvöld, fjölmiðla og almenning í Evrópu til að standa vörð um sjálfstæði þessara stofnana. Þingið stóð 30. maí til 2. júní.

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi var með erindi á þinginu þar sem hann fjallaði um breytingar á lagaumhverfi og starfsháttum Fjármálaeftirlitsins (FME). Með nýjum lögum mætti segja að eftirlit FME hafi færst frá því að vera byggt á ítarlegum reglum í átt til þess að vera bæði byggt á slíkum reglum og túlkun á tilteknum grunnreglum. - ka




Fleiri fréttir

Sjá meira


×