Innlent

Skipt um efstu stjórnarmenn

Nýr formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins er lektor við viðskiptadeild HR.Fréttablaðið/Vilhelm
Nýr formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins er lektor við viðskiptadeild HR.Fréttablaðið/Vilhelm
Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, hefur tekið við sem formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans á Bifröst, tekið við sem varaformaður.

Þau Aðalsteinn og Ingibjörg koma í stað Lilju Ólafsdóttur héraðsdómslögmanns og Kristínar Haraldsdóttur lögfræðings, sem var varaformaður stjórnar, samkvæmt tilkynningu frá FME.

Varamenn í stjórn FME eru sem áður þeir Halldór S. Magnússon, Sigurður Þórðarson og Tryggvi Pálsson.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×