Innlent

Hótaði dóttur lögreglumanns ofbeldi

Ungur maður hefur verið ákærður fyrir gróf ofbeldisbrot og hótanir gagnvart starfsmanni á meðferðarheimili og tveimur lögreglumönnum.
Ungur maður hefur verið ákærður fyrir gróf ofbeldisbrot og hótanir gagnvart starfsmanni á meðferðarheimili og tveimur lögreglumönnum.
Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega tvítugan mann fyrir ofbeldi og grófar hótanir gegn lögreglu og starfsmanni á meðferðarheimili.

Atvikin áttu sér stað í júní á síðasta ári. Manninum er gefið að sök að hafa skallað starfsmanninn og stappaði á háls hans inni í bíl.

Maðurinn linnti ekki látum þegar lögreglan kom á vettvang. Því hann er einnig sakaður um að hafa kýlt lögreglumann í andlitið sem og að hafa sparkað í handlegg hans og andlit. Hann reyndi einnig að bíta lögreglumanninn.

Ofbeldismaðurinn náði einnig að sparka í læri annars lögreglumanns og slá hann með krepptum hnefa í andlitið, að því er segir í ákæru.

Í lögreglubílnum á leiðinni á lögreglustöð hótaði hann svo báðum lögreglumönnunum og fjölskyldum þeirra ítrekað lífláti og jafnframt að beita dóttur annars þeirra kynferðislegu ofbeldi.

Þá hrækti hann ítrekað í andlit og á búninga beggja lögreglumannanna. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×