Innlent

Ólýðræðislegasti samningurinn

BAldur Þórhallsson Varaþingmaðurinn telur Ísland geta orðið að stórveldi í sjávarútvegsmálum innan ESB.mynd/úr safni
BAldur Þórhallsson Varaþingmaðurinn telur Ísland geta orðið að stórveldi í sjávarútvegsmálum innan ESB.mynd/úr safni
„EES-samningurinn er einn sá ólýðræðislegasti alþjóðasamningur sem nokkurn tíma hefur verið gerður af sjálfstæðri þjóð,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor og varaþingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær.

Baldur beindi fyrirspurn sinni til Bjarna Benediktssonar, formanns sjálfstæðismanna, og spurði hann hversu lengi flokkurinn ætlaði að sætta sig við það að íslensk stjórnvöld hafi nær enga möguleika til að hafa áhrif á þá löggjöf sem þjóðin tekur upp vegna EES-samningsins. Flokkurinn hafi forðum verið „mikilvægasti hlekkurinn í tengingu landsins við vestræna samvinnu“, sagði Baldur og bætti við: „Hvað gerðist?“

Bjarni Benediktsson svaraði engu um stefnu flokks síns, en sagði að Alþingi hefði ekki nýtt öll tækifæri EES-samstarfsins til að hafa áhrif, svo sem að taka þátt í nefndastarfi í Brussel.

Bjarni sagði að Evrópuþingið væri svo fjölmennt að Íslendingar gætu ekki haft þar áhrif sem máli skipta. Hann sagði íslenskt samfélag hafa þróast í átt til beinna lýðræðis og telur að ESB-aðild myndi færa völdin fjær fólkinu.- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×